2.9.2022 | 12:58
Fosfór ein af þverrandi auðlindum jarðar?
Fyrir áratug var fluttur fróðlegur fyrirlestur um þverrandi auðlindir jarðar á Degi íslenskrar náttúru í Öskju. Í honum birti Kristín Ragnarsdóttir sláandi tölur um þær af helstu auðlindum jarðarinnar, sem stæðu frammi fyrir því að verða útrýmt vegna skefjalausrar rányrkju.
Sum nöfn þeirra, eins og olía og kol, komu ekki á óvart, en önnur komu á óvart, eins og fosfór.
Ástæðurnar voru nefndar í fyrirlestrinum, svo sem hin fjölmörgu not af fosfór í fjölbreyttum tilgangi, sem væru viðhafðar fyrirhyggjulaust.
Eitt atriðið voru not fosfórs í landbúnaði, meðal annars í notkun áburðar, sem hefur vreið notaður kappsamlega til að auka afköst í landbúnaði.
Það hringja því bjöllur nú og spurningar vakna, áratug síðar, að heyra minnst á fosfór á ný.
![]() |
Svandís veitir undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)