"Aðskilnaðarsinnar" 1938 og nú.

Svonefndir "aðskilnaðarsinnar" áttu drjúga þátt í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar og svipað er á ferðinni í Úkraínu nú. 

"Aðskilnaðarsinnarnir" 1938 voru 14 milljónir manna í svonefndum Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu, og voru þeir þjóðernisminnihluti í landinu eftir að ákveðið var í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar að láta þau falla innan Tékkóslóvakíu til þess að landamæri þess nýja ríkis og Þýskalands lægju eftir fjallendi, sem var hernaðarlega hentugt til að reisa varnarvirki á. 

Tékkóslóvakía framleiddi góð vopn með Skoda-skriðdreka í fremstu röð og gerði varnarbandalag við Frakka og Breta til að tryggja sjálfstæði sitt.

Súdetaþjóðverjarnir undu hlut sínum enn verr eftir stofnun Tékkóslóvakíu en áður undir hatti Austurríkis-Ungverjalands og 1938 harðnaði mótspyrna þeirra mjög eftir innlimum Austríkis í Þýskaland.

Þeir voru ekki einir um að una illa sínum hlut, því að stór hluti Þýskalands hafði verið afhentur Pólverjum á þann hátt, að Þýskaland var klofið í tvo hluta. 

Hitler gerði Versalasamninga að aðal skotmarki sínu með slagorðinu "aldrei aftur 1918!", sem kostaði milljónir manna lífið 1945 í tilganslausri vörn Þjóðverja eftir að við blasti,að Þriðja ríkið var dauðadæmt. 

Ofannefndar landakröfur Hitlers voru bein, rókrétt og augljós meginorsök nýrrar heimsstyrjaldar og barnaskapur Vesturveldanna mikill að trúa loforðum Hitlers 1938 í Munchenarsamningnum. 

Hitler hélt því staðfast fram að ríkið Tékkóslóvakía væri bastarður, og lýsti því kampakátur yfir eftir töku þess mótspyrnulaust í mars 1939, að það væri ekki lengur til. 

Yfirlýsingar Pútíns varðandi Úkraínu í febrúar síðastliðnum voru sláandi líkar. 

Í ofanálag heldur hann því fram nýnastar ráði lögum og lofum í Úkraínu, sem er hlálegt miðað við það að flokkur þeirra fékk aðeins tvö prósent í síðustu kosningum og hafa ekki mann á þingi.

Niðurlæging Þýskalands í Versalasamningunum var það aðalefni stefnu Hitlers að snúa því við. 

Svipað er uppi á teningnum hjá Pútín núna, hvað varðar það að efla Rússland sem stórveldi eftir niðurlæginguna í hruni Sovétríkjanna og ófarir kómmúnesmans. 

 


mbl.is Pútín tilkynnir herkvaðningu í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband