"Aðskilnaðarsinnar" 1938 og nú.

Svonefndir "aðskilnaðarsinnar" áttu drjúga þátt í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar og svipað er á ferðinni í Úkraínu nú. 

"Aðskilnaðarsinnarnir" 1938 voru 14 milljónir manna í svonefndum Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu, og voru þeir þjóðernisminnihluti í landinu eftir að ákveðið var í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar að láta þau falla innan Tékkóslóvakíu til þess að landamæri þess nýja ríkis og Þýskalands lægju eftir fjallendi, sem var hernaðarlega hentugt til að reisa varnarvirki á. 

Tékkóslóvakía framleiddi góð vopn með Skoda-skriðdreka í fremstu röð og gerði varnarbandalag við Frakka og Breta til að tryggja sjálfstæði sitt.

Súdetaþjóðverjarnir undu hlut sínum enn verr eftir stofnun Tékkóslóvakíu en áður undir hatti Austurríkis-Ungverjalands og 1938 harðnaði mótspyrna þeirra mjög eftir innlimum Austríkis í Þýskaland.

Þeir voru ekki einir um að una illa sínum hlut, því að stór hluti Þýskalands hafði verið afhentur Pólverjum á þann hátt, að Þýskaland var klofið í tvo hluta. 

Hitler gerði Versalasamninga að aðal skotmarki sínu með slagorðinu "aldrei aftur 1918!", sem kostaði milljónir manna lífið 1945 í tilganslausri vörn Þjóðverja eftir að við blasti,að Þriðja ríkið var dauðadæmt. 

Ofannefndar landakröfur Hitlers voru bein, rókrétt og augljós meginorsök nýrrar heimsstyrjaldar og barnaskapur Vesturveldanna mikill að trúa loforðum Hitlers 1938 í Munchenarsamningnum. 

Hitler hélt því staðfast fram að ríkið Tékkóslóvakía væri bastarður, og lýsti því kampakátur yfir eftir töku þess mótspyrnulaust í mars 1939, að það væri ekki lengur til. 

Yfirlýsingar Pútíns varðandi Úkraínu í febrúar síðastliðnum voru sláandi líkar. 

Í ofanálag heldur hann því fram nýnastar ráði lögum og lofum í Úkraínu, sem er hlálegt miðað við það að flokkur þeirra fékk aðeins tvö prósent í síðustu kosningum og hafa ekki mann á þingi.

Niðurlæging Þýskalands í Versalasamningunum var það aðalefni stefnu Hitlers að snúa því við. 

Svipað er uppi á teningnum hjá Pútín núna, hvað varðar það að efla Rússland sem stórveldi eftir niðurlæginguna í hruni Sovétríkjanna og ófarir kómmúnesmans. 

 


mbl.is Pútín tilkynnir herkvaðningu í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Jamm og já, og er Stalín hafði myndað ríkið Úkraínu (staðreynd sem þú skautar yfir), tók stór hluti ýmissa minnihluta í vesturhluta Ukraínu í þjóðarmorðum Þriðja ríkisins og meðhlaupasveina þeirra. Böðlarnir í Sobibor og Treblinka þóttu bestir. Þú skautar líka yfir þá staðreynd að stór hluti Súdeta, sem voru sósíalistar, völdu (ef þeir gátu) að flýja land er Hitler innlimaði Tékkóslóvakíu.

Þessar kjánalegu og órökstuddu CIA samlíkingar við Rússland nútímans og skaðræðisgripinn Pútín, sem þú lepur eftir ákveðnum fjölmiðlum, eru algerlega út í hött. Vanamálið nú, er að enn verri skaðræðisgripur situr í Kíev og er forseti Úkraínu. Forseti þessi talar ekki almennilega úkraínsku enda er móðri hans rússnesk (kristin) og faðir hans af tvíræðum uppruna -  en forsetinn leikur gyðing, þó forfeður hans séu fyrst og fremst Tyrkir og Tatarar. Krím-tatarar gengu fjölmargir í þjónustu Þriðja ríkisins og voru grimmir við fyrrum nágranna sína, t.d. gyðinga. Fyrir þá grimmd flutti Stalín þá til annarra svæða eftir síðara stríð. Nú eru margir komnir aftur, t.d. frá Tjéteníu, og dæmi þekki ég af því að Gyðingatrúboðið Chabad, sem einnig starfar á Íslandi, hafi verið að gera gyðinga úr töturum. Fyrir því eru fjárhagslegar ástæður og aðferðir sem Chabadmenn hafa lært svo vel í BNA. Það er heldur ógeðfellt að hluti samtaka frá BNA byggi upp ímynd af Zelenskij sem gyðings. Zelenskij leggur blessun sína yfir öfgahópa í Úkraínu sem hylla úkraínska morðingja gyðinga eins og Stepan Bandera. Gyðingur sem gerir slíkt, er annað hvort fullkomlega vitstola, eða það sem fleirum þykir líklegra, þá er hann alls ekki gyðingur. Flestir þeir sem báru nafnið Zelenskij fyrir stríð voru af tyrkneskum ættum og voru einnig myrtir af þjóðverjum og sér í lagi "úkraínskum" meðreiðarsveinum þeirra, sem lengi höfðu haft horn í síðu tyrkneska minnihlutans.

FORNLEIFUR, 22.9.2022 kl. 03:36

2 identicon

Vilhjálmur. Úkraína hefur verið til um aldir . Það var undir yfirráðum margra ríkja og um tíma hluti af Garðaríki. Það lýsti yfir sjálfstæði við lok Sovétríkjanna.Palestína hefur sömu sögu nema það að landið hefur ekki enn öðlast sjálfstæði. Ísland hefur líka verið til um aldir en verið undir yfirráðum tveggja norðurlandaþjóða þangað til það lýsti yfir sjálfstæði 1944. Aðal ráðgjafi

Pútíns er yfirlýstur nýnasisti og hópur nýnasista frá Noregi berst við hlið Rússa á vígstöðunum í Úkraínu. Kannski ættirðu að halda þig við fornleifafræðina?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 07:38

3 identicon

Nú spyr ég bara af einskærri forvitni og vanþekkingu,Vilhjálmur/Fornleifur þegar þú segir um Zelenský:"...en forsetinn leikur gyðing,þó forfeður hans séu fyrst og fremst Tyrkir ot Tatarar" Ert þú ekki að leika gyðing þó forfeður þínir séu fyrst og fremst Íslendingar?

Átta mig ekki alveg á pistli Ómar, ertu að segja að í Versalasamningunum hafi falist þau mistök að skilja þessa þjóðernisminnihluta frá meginhópunum, sem leitt hafi til seinni heimstyrjaldar og á sama hátt hafi svipuð mistök verið gerð gagnvart Pútín?  

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 09:21

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð grein Ómar. Sérstaklega um Tékkóslakíu sem lifði ekki af fall Sovétríkjanna, svo mikill bastarður var rikið.  Varasamt er samt að líkja saman Úkraníu í dag við Tékkóslakíu, þótt marg sambærilegt er þarna á milli, svo sem minnihlutahópar stórvelda innan beggja ríkja. 

Forngripurinn minnist á að Zelenský sé afkomandi Tyrkja og Tatara og hann sé gervi gyðingur. Veit ekkert um það en það gæti skýrt vilja hans til að taka til baka Krímskaga sem Úkraníumenn eiga ekkert í. Sjá hér að neðan grein mína um raunverulegt eignarhald skagans. 

En Úkraníustríðið er skítastríð og orsök þess liggur í margar áttir.T.d fall kommúnismans um 1990 og misheppnuð samskipti vesturvelda og Rússlands. En fyrst og fremst varð valdamisvægi í fyrra sem kom atburðarásinni af stað þegar Joe Biden tók við völdin og skelfilegur flótti Bandaríkjahers frá Afganistan undir hans forystu til þess að önnur stórveldi fóru af stað, bæði Rússland og Kína.

Úkraníustríðið er og verður svæðisstríð en hætt er við að stríð BNA og Kína verði álfustríð, ef ekki þriðja heimsstyrjöld. Grunnurinn að heimsfriðnum er valdajafnvægi stórvelda. Hefur alltaf verið þannig og verður alltaf þannig.

Afganistan = álitsmissir BNA.

Úkranía = álitsmissir Bússlands og valdamissir.

Taívan = álitsmissir Kína? Þ.e.a.s. ef þeir fara af stað.

Hver á Krímskaga? - biggilofts.blog.is

Birgir Loftsson, 22.9.2022 kl. 11:42

5 identicon

Samkvæmt Wikepedia þá eru foreldrar hans Úkrainskir gyðingar .Samfélag úkrainska gyðinga hefur verið við lýði undanfarir 1000 ár samkvæmt sömu heimildum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 12:03

6 identicon

Leifur forni hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem vilja sölsa undir sig heimili annara.  Þannig hefur hann ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru andsnúnir ofbeldisfullri landtöku rússa og ísraela.  Og eins og einkennir öll hans skrif er hans afstaða réttlæt með einhverjum tilfinningarökum þar sem gyðingdómurinn er upphaf og endir alls.  Hann þreytist sein á að berja það dauða hross.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 18:05

7 identicon


Sæll Ómar,  
 
Vestrænir fjölmiðlar hafa ákveðið að nefna þetta rússnesku ættaða fólk í Donbas alltaf "aðskilnaðarsinna"
Við eigum að kaupa það frá fjölmiðlum hér, að Rússar hafi farið inn í Úkraínu sérstaklega til þess eins að drepa rússnesku ættað fólk þarna Doneskt og Luhansk (Donbass). Við eigum einnig að kaupa það að þetta stríð hafi alls EKKI byrjað 2014, heldur þann 24. febrúar 2022, eða þar sem að EKKI má minnast á þessi fjöldamorð sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa staðið fyrir frá 2014, eða þar sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa drepið yfir 14.000 manns í Donbas frá 2014. Nú og síðan eigum við að styðja þessi sömu stjórnvöld í Úkraínu í áframhaldandi stríði gegn Donbass, ekki satt???

Lenin karlinn setti Doneskt og Lunhansk inn í Úkraínu 1922, einnig setti Nikita Khrushchev Úkraínumaðurinn sjállfur Krímskaga inn í Úkraínu 1954, svona líka einnig gegn vilja rússnesku ættaðra íbúa þarna á Krímskaga.
En það er rétt, það má alls ekki minnast á þetta í þessum áróðri, hvað þá þessa sameiningu Rússlands við Krímskaga eftir 60 ára aðskilnað, heldur þar alltaf hér, að tala um "innlimun" Krímskaga, en ekki sameiningu eftir 60 ára aðskilnað,  þú?   

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 18:21

8 identicon

Hjá fjölmiðlum hér er það einnig orðið mikilvægt, að tala aldrei um Minsk 1  og Minsk 2 friðarsamkomulagið varðandi þá Heimastjórn Doneskt  og Luhansk, sérstaklega þar sem að stjórnvöld í Úkraínu gáfu þeim aldrei einhvereja Heimastjórn, eða hvað þá settu þau tilmæli inní stjórnaskrá landsins, heldur hófu hvert stríðið á fætur öðru gegn Donbas (Doneskt  og Luhansk).  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2022 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband