Tryllingslegar tölur, svo menn grípa andann á lofti.

Ef hægt er að tala um hugtakið veldisvöxt eru tölurnar, sem nefndar eru hér á landi varðandi raforkuframleiðslu og stóriðju gott dæmi um það hvert virðist stefna gott dæmi og koma vel fram í þessum tölum, en nýjustu tölurnar fela í sér allt að 500 sinnum meiri framleiðslu sem keppikefli næstu áratugi en var í upphafi stóriðjunnar um 1970.  

33 þúsund tonna álframleiðala á ári þótti svo gríðarlega mikil aukning 1970, að ekkert minna en orðið stóriðja varð að nefna það, sem var að bresta á með veldisvaxtarhraða, sem engan óraði fyrir. 

Fyrsta stórvirkjunin við Búrfell var 200 megavött, en nú hefur sú tala fimmtánfaldast, því að nú eru 340 þúsund tonn lágmark til að álver borgi sig. 

En það er samt bara byrjunin, ef marka má það sem nú er í undirbúningi varðandi það að drífa strax í því að meira en tvöfalda núverandi orkuframleiðslu á næstu árum, svo að í stað þess að framleiða fyrir erlend fyrirtæki fimm sinnum meiri orku en þarf fyrir íslenska fyrirtæki og heimili, verði framleitt tólf sinnum meiri orku fyrir útlend fyrirtæki heldur en íslensk.

Og í ofanálag er talað um að þrefalda þessi ósköp með því að reisa 15 þúsund megavatta vindorkugarð við suðausturland, sem heilsi þeim sem koma þar til landsins áður en jöklarnir fái að taka við því hlutverki.

Og nærri má geta að aðrir landshlutar muni telja sig þurfa sín risavindörkuver. 

 


mbl.is Starfshópur kannar möguleika vindorkuvera á hafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrugerðir útsýnispallar hafa verið og eru til.

Útsýnispallurinn, sem gerður hefur verið á Bolafjalli vestra felur í sér frábæra hugmynd, sem þakkarvert er að hafi verið hrint í framkvæmd. 

Hann býður upp á afbragðs aðgengi og aðdráttarafli. 

Það er hins vegar ekki rétt sem kom fram í frétt um hans að hann eigi sér ekki samsvörun erlendis eða hérlendis. 

Einn þekktasti ferðamannastaður Noregs og mesta aðdráttaraflið í nágenni Stafangurs er Prækestolen eða Prédikunarstóllinn, enda um náttúrugerðan útsýnispall að ræða með meira en 600 metra lóðréttri hæð, sem er álíka mikil hæð og Bolafjall.  

Síðan má líka minnast á svipaða náttúrugerða útsýnispalla í Tröllakrókum á Lónsöræfum, sem fyrst voru sýndir í sjónvarpi upp úr 1970 í tónlistarmyndbandi, sem gert var fyrir þjóðsönginn í lok dagskrár. 

Það voru loftmyndir teknar úr flugvél um allt land á einum degi, og vöktu myndirnar af Tröllakrókum, Herðubreið og Hraundranga einna mesta athygli. 

Tröllakrókar eru afar afskekktir og því fáir, sem geta notið þeirra, og Hraundrangi er ekki árennilegur til uppgöngu. 


mbl.is Pallurinn vakti lukku hjá ráðherrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband