Náttúrugerðir útsýnispallar hafa verið og eru til.

Útsýnispallurinn, sem gerður hefur verið á Bolafjalli vestra felur í sér frábæra hugmynd, sem þakkarvert er að hafi verið hrint í framkvæmd. 

Hann býður upp á afbragðs aðgengi og aðdráttarafli. 

Það er hins vegar ekki rétt sem kom fram í frétt um hans að hann eigi sér ekki samsvörun erlendis eða hérlendis. 

Einn þekktasti ferðamannastaður Noregs og mesta aðdráttaraflið í nágenni Stafangurs er Prækestolen eða Prédikunarstóllinn, enda um náttúrugerðan útsýnispall að ræða með meira en 600 metra lóðréttri hæð, sem er álíka mikil hæð og Bolafjall.  

Síðan má líka minnast á svipaða náttúrugerða útsýnispalla í Tröllakrókum á Lónsöræfum, sem fyrst voru sýndir í sjónvarpi upp úr 1970 í tónlistarmyndbandi, sem gert var fyrir þjóðsönginn í lok dagskrár. 

Það voru loftmyndir teknar úr flugvél um allt land á einum degi, og vöktu myndirnar af Tröllakrókum, Herðubreið og Hraundranga einna mesta athygli. 

Tröllakrókar eru afar afskekktir og því fáir, sem geta notið þeirra, og Hraundrangi er ekki árennilegur til uppgöngu. 


mbl.is Pallurinn vakti lukku hjá ráðherrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má einnig nefna prýðis útsýnispall það er Meyjarsæti rétt við Sandkluftavatn.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 3.9.2022 kl. 10:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt, en skortir á það nokkur hundruð metra þverhnípi, sem þeir frægustu hafa. 

Ómar Ragnarsson, 3.9.2022 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband