1973: "Vestmannaeyjar skulu rísa!"

Fyrir hálfri öld stóð þjóðin frammi fyrir miklum vanda vegna þess að fimm þúsund manna bær hafði verið rýmdur og eldgos var í gangi í jaðri bæjarins.  

Í umræðum um málið í beinni útsendingu í sjónvarpinu voru ræddar margir möguleikar, hvernig skyldi bregðast við því að höfnin lokaðist og eyjan yrði óbyggileg. 

Voru reifaðar hugmyndir um nýja höfn og byggð við Dyrhólaey auk ýmislegs annars. 

Augljóst var, að flestir þátttakendur í þessum umræðum voru í áfalli þar sem þeir sátu hnípnir, enda samsvaraði flótti 5000 manna tvöfalt fleiri flúnum en núna, ef miðað var við stærð þjóðarinnar. 

Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sat hljóður og rólegur lengi vel, en þegar umræðan var komin á þann stað að málið virist ætla að snúast um það, hvar uppi á landi ný höfn og byggð skyldu risa, rauf hann þögnina og sagði af svo miklum þunga og myndugleik, að seint mun gleymast:

"Vestmannaeyjar skulu rísa!"

Við þetta sló svo áhrifaríki þögn á viðstadda, að umræðunum lauk og ekki var framar minnst á hafnargerð og byggingu útgerðarbæjar uppi á landi.  


mbl.is „Bæj­ar­fé­lagið verður aldrei samt eft­ir þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband