1973: "Vestmannaeyjar skulu rísa!"

Fyrir hálfri öld stóð þjóðin frammi fyrir miklum vanda vegna þess að fimm þúsund manna bær hafði verið rýmdur og eldgos var í gangi í jaðri bæjarins.  

Í umræðum um málið í beinni útsendingu í sjónvarpinu voru ræddar margir möguleikar, hvernig skyldi bregðast við því að höfnin lokaðist og eyjan yrði óbyggileg. 

Voru reifaðar hugmyndir um nýja höfn og byggð við Dyrhólaey auk ýmislegs annars. 

Augljóst var, að flestir þátttakendur í þessum umræðum voru í áfalli þar sem þeir sátu hnípnir, enda samsvaraði flótti 5000 manna tvöfalt fleiri flúnum en núna, ef miðað var við stærð þjóðarinnar. 

Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sat hljóður og rólegur lengi vel, en þegar umræðan var komin á þann stað að málið virist ætla að snúast um það, hvar uppi á landi ný höfn og byggð skyldu risa, rauf hann þögnina og sagði af svo miklum þunga og myndugleik, að seint mun gleymast:

"Vestmannaeyjar skulu rísa!"

Við þetta sló svo áhrifaríki þögn á viðstadda, að umræðunum lauk og ekki var framar minnst á hafnargerð og byggingu útgerðarbæjar uppi á landi.  


mbl.is „Bæj­ar­fé­lagið verður aldrei samt eft­ir þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Ómar.

Heimaey er eyja þannig að þar var varla neinn valkostur sem kom sæmilega og ásættanlega til greina. En ég held nú samt ekki að byggingarleyfi fáist enn ofan á gígnum þar. Og Vestmanneyingar bjuggu ekki við reglubundinn margra-mánaða fellibyl af jarðskjálftum, hvorki þá né síðar. Og svo er höfnin í Vestmannaeyjum góð höfn og innsigling ekki erfið.

Grindavík er annað og ólíkt dæmi. Náttúrlega of snemmt að giska á þróunina. En ég býst við að að bærinn gæti "horfið" lognast út af og flust til í skömmtum yfir í ný hverfi þar sem hafnaraðstaða er fyrir hendi og þannig myndast á ný, á öðrum en nálægum stað, ef út í það færi. Slíkt kom ekki til greina fyrir Vestmanneyinga. Ef Grindavík verður stimpluð sem varanlegt hættusvæði þá vandast mállin. Slíkt er ekki óhugsandi. Og hvað ef hlutar Grindavíkur verða draugahverfi? Hvað segja hinir bæjarhlutarnir við því? Og hvernig mun fasteignasala ganga þarna í heild eftir það sem á hefur gengið núna og undanfarin ár?

Svo er það spurningin um allan landshlutann þ.e. vestasta hluta Reykjaness. Nú þarf ekki meira en sæmilegt gos frá sjávarbotni undan Grindavík og sem vara myndi í nokkur ár, til að Keflavíkurflugvöllur myndi lokast meira eða minna. Bara ein slæm vindátt í nokkra daga myndi eyðileggja allar flugáætlanir með reglulegu millibili.

Maður vonar það besta en óttast það versta.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.11.2023 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband