16.11.2023 | 23:39
"Ólík skjálftavirkni"?
Það er erfitt að finna upp einhverja algilda formúlu um það hvernig aðdragandi eldgosa í mismunandi eldstöðvum sé. Enda ekki til nein formúla um aðstæður á hverju jarðeldasvæði.
Og setja má spurningamerki við það sem stendur í fyrirsögninni í viðtengdri frétt á mbl. is ekki síst vegna þess sem Kristín Jónsdóttir lýsti vel í viðtali nú síðdegis, að skjálftavirknin og önnur atriði hafa einmitt verið býsna lík í eldgosunum syðra.
Kristín benti á, að ef aðdragandi að eldgosi nú yrði svipaður og í fyrri gosum, væru líkurnar mestar á því að skammt væri í upphaf goss nú.
Hafði að vísu sama fyrirvarann á og kollegar hennar, að auðvitað gæti enn komið til þess að það gæti dregist lengur að jarðeldur brytist út.
Ólík skjálftavirkni í síðustu þremur eldgosum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)