"Ólík skjálftavirkni"?

Það er erfitt að finna upp einhverja algilda formúlu um það hvernig aðdragandi eldgosa í mismunandi eldstöðvum sé. Enda ekki til nein formúla um aðstæður á hverju jarðeldasvæði. 

Og setja má spurningamerki við það sem stendur í fyrirsögninni í viðtengdri frétt á mbl. is ekki síst vegna þess sem Kristín Jónsdóttir lýsti vel í viðtali nú síðdegis, að skjálftavirknin og önnur atriði hafa einmitt verið býsna lík í eldgosunum syðra. 

Kristín benti á, að ef aðdragandi að eldgosi nú yrði svipaður og í fyrri gosum, væru líkurnar mestar á því að skammt væri í upphaf goss nú. 

Hafði að vísu sama fyrirvarann á og kollegar hennar, að auðvitað gæti enn komið til þess að það gæti dregist lengur að jarðeldur brytist út.  


mbl.is Ólík skjálftavirkni í síðustu þremur eldgosum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Ég man að ég hitti á þig í söluturninum Aðal-braut í Grindavík Sunnudaginn 14. mars 2021 áttum eitt sameigilegt að við vorum að voma eftir gosi í skjalftahrinunum  sem höfðu dunið um hríð og  gosið kom svo næsta föstudag þann 19.mars í Geldingardölum.

Það er skrítið að sjá þessa stóru sprungu við kirkjuna í Grindavík sem er hinum megin við gatnamótin sem söluturninn Aðal- braut stendur við Þetta segir manni kannski að það er erfitt að lesa leikinn þegar kemur að þessum kröftum sem Jarðvísindin reyna að upplýsa okkur um eins og hægt er 

Baldvin Nielsen 

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 17.11.2023 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband