29.11.2023 | 22:33
Mikilvægi þess að geta hugsað á íslensku.
"Ég verð að kópa við liðið í ríkoverinu til að fókusera á tjalledsið".
Þessi tilvitnuðu orð úr munni eins af bestu íþróttaþjálfuruum landsins um þjálfun hans á liði sem þarf að leika úrslitaleik, eru dæmi um eitt af viðsjárverðustu fyrirbærum þeirrar birtingar ofurveldis enskunnar, sem færist sífellt í vöxt.
Þjálfarinn grípur æ oftar til þess ráðs, þegar hann tjáir hug sinn, að hugsa á ensku en ekki íslensku.
Þarna er komin ljóslifandi varasamasta birtingarmynd ósigurs íslenskunnar fyrir enskunni, því að tap á heimavelli hjá fólki sem annars hefur alla burði til að tala vel á eigin móðurmáli án þess að hrasa i faðm ofurveldis enskunnar er dapurlegra en tárum taki.
![]() |
Tungumálið ákveðinn lykill að íslensku samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)