11.2.2023 | 18:59
Eini staðurinn þar sem flekaskil liggja frá hafi á land.
Þótt uppplýst sé að skjálftar séu algengir undan Reykjanestá án þess að þeir séu undanfari eldgoss er líklega best að bera ákveðna virðingu fyrir öllum umbrotum, sem verða á þessu svæði.
Jarðeldarnir í Fagranesfjalli komu eftir um áttahundruð ára langt eldgosahlé, þar sem oft höfðu komið skjálftahrinur án þess kvika kæmist upp á yfirborðið.
Þó virtist sem gos yrði á hafsbotni undan Reykjanesi á svipuðum tíma og Skaftáreldar hófust 1783 án þess að það væri nóg til að mynda eyju í það skiptið.
Undir Íslandi og Hawaieyjum eru tveir stærstu möttulstrókar heims, og á Reykjanesi, sem er ysti hluti Reykjanesskagans liggja flekaskilin milli Ameríkuflekans og Evrasíuflekans frá suðvestri til norðvesturs á þann hátt, að sagt hefur verið að flekaskilin "gangi á land" á þessu svæði, og sé hvergi að lita hliðstæðu þess í veröldinni.
Miðað við atburði síðustu missera á Reykjanesskaga er því ástæða til að bera virðingu fyrir gildi þessa eldvirka svæðis bæði á skaganum sjálfum og í hafinu yst við hann.
![]() |
Jörð skelfur yst á Reykjanesskaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2023 | 08:18
21. öldin: Stórfjölgun aldraðra, vaxandi heilbrigðiskerfi.
Því fyrr sem stjórnmálamenn skilja ofangreindan nýjan veruleika, því betra. Því að þeir sjálfir, ráðamennirnir eiga eftir að eldast þegar þar að kemur.
Innifaldar í þessu eru framfarir í lyfjaframleiðslu og aðgerðum, sem kosta útgjöld.
Í tengslum við það mætti vel fara að huga að því að auka val aldraðra á sveigjanlegum starfslokum til að nýta starfslöngun þeirra og starfsgetu.
![]() |
Þurfa að gera 200 aðgerðir í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)