5.2.2023 | 23:34
Skortir á umferðarmenningu á göngu- og hjólastígum.
Þótt hraðinn sé minni og ökutækin líka á göngu- og hjólastígum heldur en á götunum, er hætta á slysum síst minni.
Ástæðan er hin sama og á götunum, landlæg umferðarómenning.
Lítið dæmi um það er að bjöllurnar á rafknúnum og fótknúnum reiðhjólum eru yfirleitt aldrei notaðar. Hvers vegna heldur fólk eiginlega að þessar bjöllur séu á hjólunum?
Heyra má þá afsökun, að þeir sem hringja bjöllunum séu með því að sýna frekju og oflæti, en það er einmitt þveröfugt, að það að hringja bjöllunnni er öryggis- og kurteisisatriði; svipað og þegar gefið er stefnuljós á bílum eða vélhjólum.
Ábendingarnar hjá talsmönnum blindra varpa skýru ljósi á kæruleysið og skilningsleysið, sem veður uppi í mörgum atriðum, þeirra á meðal meðferð á hjólaskútum.
Um þetta er fjallað í viðtengdri frétt á mbl.is
Fjölbreytnin í framleiðslu rafknúinna hjóla fer vaxandi og fjölbreyttari flóra af farartækjum á göngu- og hjólastígum kallar á aukna meðvitund um öryggismál á þessu sviði samgangna.
![]() |
Forðast göngustíga vegna rafskútanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2023 | 07:43
Góð saga fellur aldrei úr gildi.
Góð saga fellur aldrei úr gildi. Það hefur marg sannast í gegnum ár og aldir. Þegar Arnaldur og fleiri voru að skrifa fyrstu sögur sínar reis stóriðjustefnan hæst hér á landi.
En samkvæmt henni voru einu verðmætin, sem gætu verið grundvöllur atvinnusköpunar, beinhörð hráefni til að halda uppi stigmögnun neyslusamfélagsins.
Listamenn voru "lattelepjandi afætur í 101 Reykjavík."
Fráleitt væri að nokkur verðmæti væru í hinum nýju sögum, þótt erlendir ferðamenn væru þá byrjaðir að fara í hópum til Íslands til þess að upplifa vettvang Mýrinnar eftir Arnald.
Nú er framleiðsla kvikmynda eftir þessum sögum að ryðja sér til rúms og undanfarinn áratug hefur ferðaþjónustan sem byggir á tilvist menningarverðmæta og einstæðrar náttúru landsins staðið undir meiri efnahagsvexti hér á landi en dæmi eru um í sðgu landsins.
![]() |
Napóleonsskjölin seld til fjölda landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)