Góð saga fellur aldrei úr gildi.

Góð saga fellur aldrei úr gildi. Það hefur marg sannast í gegnum ár og aldir. Þegar Arnaldur og fleiri voru að skrifa fyrstu sögur sínar reis stóriðjustefnan hæst hér á landi. 

En samkvæmt henni voru einu verðmætin, sem gætu verið grundvöllur atvinnusköpunar, beinhörð hráefni til að halda uppi stigmögnun neyslusamfélagsins. 

Listamenn voru "lattelepjandi afætur í 101 Reykjavík." 

Fráleitt væri að nokkur verðmæti væru í hinum nýju sögum, þótt erlendir ferðamenn væru þá byrjaðir að fara í hópum til Íslands til þess að upplifa vettvang Mýrinnar eftir Arnald. 

Nú er framleiðsla kvikmynda eftir þessum sögum að ryðja sér til rúms og undanfarinn áratug hefur ferðaþjónustan sem byggir á tilvist menningarverðmæta og einstæðrar náttúru landsins staðið undir meiri efnahagsvexti hér á landi en dæmi eru um í sðgu landsins. 


mbl.is Napóleonsskjölin seld til fjölda landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband