Það þykir mjög fréttnæmt hin síðari ár, að "miklar áskoranir séu" fyrir slökkvilið að takast á við eld í rafbílum, og þegar þetta fréttist fyrst hér á landi fylgdu því miklar hryllingssögur um það hve hræðileg rafknúin farartæki væru.
Fyrir rúmri öld voru þó mun meiri tímamót á þessu sviði, þegar "miklar áskoranir voru" hjá slökkviliði að slökkva elda í eldsneytisknúnum farartækjum.
Ástæðan var augljós; það hafði aldrei þurft að slökkva í hestum og hestvögnum. Einvhern veginn voru aldrei kyntar af stað hryllingssögur af eldi í eldnsneytisknúnum bílum svo að séð verði á blöðunum frá þessum tíma.
Málið lá ljóst fyrir þá og liggur enn: Öll driflína eldsneytisknúinna bíla er vörðuð af nöfnum eins og brunahólf, sprengihólf, neistatappar (spark plugs), kveikja, eldsneytisleiðslur, eldsneytisdæla, eldneytisgeymir o. s. frv.
Ef viðtengd frétt á mbl. is er lesin, sést þessu betur lýst, og aðeins vantar að segja betur frá þeim staðreyndum að eldhætta er mun meiri í eldnseytisknúnum bílum en rafknúnum bílum.
Enda heitir dísilbíll á þýsku selbstunder, sem í hrárri þýðingu útleggst "sjálfsíkveikjubíll."
Ekkert hliðstætt heiti er að finna í eldsneytisknúnu bílum.
![]() |
Vilja geta sett bílana í vatnsbað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2023 | 14:07
Hver var reynslan 1952, 1956, 1968, 1980 og 1984?
1936 munaði litlu að hætt yrði við að halda Ólympíuleikana í Berlín á þeirri forsendu, að Hitler og nasistar væru að gera þá að stóru auglýsingaratriði fyrir sig.
Hitler greip þá til þess bragðs að samþykkja kröfur alþjóða Ólympiunefndarinnar um jafnrétti á leikunum, og gekk hann það langt í þessu, að bandaríska blökkustjarnan Jesse Owens fékk í fyrsta skipti á ferli sínum að vera í sama hóteli og í sömu búningsklefum og hvítir samlandar hans!
Þegar heim kom sniðgekk Roosevelt Bandaríkjaforset þann vana að bjóða stórstjörnum lands síns í Hvíta húsið með því að bjóða Owens það ekki, og á sigurhátíðinni í New York var Owens meinaður aðgangur að fremri hluta salarins.
Var hann þó sá íþróttamaður á OL í Berlín sem hafði gert kenningu nasista um yfirburði hins aríska kynstofns að aðhlátursefni!
Sovétríkin voru í sárum eftir Seinni heimsstyrjöldina þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í London 1948, en 1952 sendu austantjaldsþjóðir keppendur til Helsinki og Tékkinn Zatopek var maður leikanna.
Skömmu fyrir leikana í Melbourne réðust Rússar inn í Ungverjaland og rætt var um að víkja þeim úr leik á Ólympíuleikunum, en af því varð þó ekki né heldur því að þjóðir hættu við í mótmælaskyni. Þar með varð langhlauparinn Kuts einn af stjörnuþátttakendum leikanna.
Innrás Rússa og fylgiríkja inn í Tékkóslóvakíu 1968 hafði ekki áhrif á þátttöku þeirra 1968 né 1972, en innrás Rússa í Afganistan framkallaði svo stórfelld afföll vestrænna þjóða á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, að þeir urðu stórlaskaðir.
Í hefndarskyni skrópuðu austantjaldsþjóðir í Los Angeles 1984 og á endanum gerðist það grátbroslegasta að bæði Sovétríkin og Bamdaríkin réðust, hvort í sínu lagi, inn í Afganistan; Kanarnir árið 2001.
Þetta yfirlit getur verið tilefni til mats á því hvort og þá hve mikið stjórnmálum og íþróttum eigi að blanda saman varðandi stór íþróttamót.
![]() |
Vilja ekki sjá Rússa í alþjóðlegu íþróttastarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)