Nútímatækni ætti að auðvelda framkvæmd nýs kerfis bifreiðagjalda.

Framyfir síðustu aldamót var í gangi kerfi varðandi rekstur dísilbíla, sem byggðist á því að umráðamenn slíkra bíla héldu skriflega akstursdagbók, sem var grunnheimild um akstur þessara bíla. 

Miðað við það, hve tækninni hefur fleygt fram síðan, ætti að vera auðvelt að búa til kerfi nú, sem gæti verið grunnur að sanngjarnri lausn á kerfi með kílómetragjaldi á akstur. 

Nauðsynin er brýn, því að afar miklu skiptir að nýtt kerfi auðveldi fólki að velja sér farartæki til eignar.  

 


mbl.is FÍB vill að allir greiði kílómetragjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust rugl með "hjólbarða."

Byrjum strax á staðreyndum: Á flestum bílum eru fjögur hjól, sem eru samsett úr tveimur meginhlutum; felgu og hjólbarða. Við ásetningu er hjólbarðanum smellt á felguna og síðan er lofti dælt í barðann. 

Endalaust rugl virðist vera í gangi varðandi þetta einfalda atriði, þegar kemur að frásögnum af því þegar hjól losna undan bílum.  

Virðist vera orðin nokkurs konar málvenja að hjól detti ekki undan bílnum, heldur bara hjólbarðar. 

Í yfirgnæfandi fjölda tilfella er það hins vegar ekki raunin, heldur er algengast að felugrær losni, eða að hjólabúnaðurinn sjálfur losni eða brotni.  

Sé raunin sú, er réttast að segja að hjól hafi losnað undan bílum. Í viðtengdri frétt á mbl.is er að vísu ekki farið nákvæmlega í saumana á atvikinu, sem er tilefni þessa pistils, en mun líklegra verður að telja, að felga og hjólbarði hafi fylgst að. 


mbl.is Umferðaróhapp er hjólbarði losnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stoltur þátttakandi" í Bandaríkjunum. "Auðmýktur og niðurlægður" á Íslandi.

Fyrstí þjóðgarður heims, Yellowstone í Bandaríkjunum, var stofnaður fyrir næstum einni og hálfri öld. Síðan þá hefur orðið til sérstök alríkisþjóðgarðsstofnun vestra sem flestir helstu þjóðgarðarnir falla undir. 

Stjórn og innviðir þessara garða miðast við það að þetta séu heimsgersemar og til sóma fyrir Bandarikin á alla lund.  Á það ekki síst við um alla umgengni og vernd náttúruverðmæta. 

Á vönduðum náttúrupassa, aðgangskorti, með tilheyrandi upplýsingum og leiðbeiningum er ritað stórum stöfum: "Proud partner" þ.e. "stoltur þátttakandi.  Þótt þjóðgarðarnir séu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna, njóta "heimamenn" engra sérréttinda, enda um heimsgersemar að ræða .   

Svona er þetta nú í þessu "landi frelsisins."

Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir ýjaði að því sem ráðherra ferðamála 2014, að við Íslendingar lærðum af hinni miklu og löngu reynslu Bandaríkjamanna, brá hins vegar svo við, að hún og orð hennar voru úthrópuð með upphrópunum eins og "auðmýking" og "niðurlæging."

Kröfur heyrðust um að svona gjald yrði ekki lagt á "heimamenn", þ.e. Íslendinga , heldur aðeins útlendinga. 


mbl.is Frjáls för almennings heft með gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband