Mikilvægt að setja sig inn í hugsunarhátt deiluaðila.

Þegar hart er deilt er það oft mjög misjafnt hvernig deiluaðilar líta á hlutina.

Í bílaferðalagi norrænna blaðamanna um Kolaskaga frá Finnlandi 1978 var fróðlegt að sjá, hvernig viðhorf Rússa til Vesturlanda spegluðust í skólum og söfnum. 

Þar voru söfnin afar vel gerð og lýstu vel sögu landsins. Samkvæmt henni hófst "Fððurlandsstríðið mikla" 22. júní 1941 og stóð til maíbyrjunar 1945. 

Hvergi var minnst á fyrirbærið Seinni heimsstyrjöldina né stríð Sovétmanna við Japani í ágúst 1945. Þaðan af síður á stríð Rússa og Japana 1905.  Heldur ekki vetrarstríðið við Finna fra desember 1939 til mars 1940. 

Hvað þá innlimun Eystrasaltsríkjanna þriggja í Sovétríkin í júní 1940 með hervaldi.  

Í gangi var greinileg innræting þar sem innrásir Napóleons 1812 og Hitlers 1941 voru aðalatriðið.  Beiting hervalds í nágrannaríkjum 1939 til 1940 greinlega sjálfsagt mál.

Rússar háðu svonefnt Krímstríð um miðja 19. öld og misstu í því marga tugi þúsundir hermanna. Í stríðinu við öxulveldin í Föðurlandsstríðinu misstu Rússar milljónir manna bara  vegna þess hluta stríðsins sem háður var um yfirráð yfir Krímskaga.  

Í augum Rússa er Krím rússneskt land, sem Krústjoff færði af barnaskap yfir til Úkraínumanna 1964 til að undirstrika samheldni Sovétríkjanna. 

Þar er rússneska aðal tungumálið, og hernaðarlegt og söguleg tilkall Rússa til Krímskagans þvi mikið. Rússum finnst því ekki óeðlilegt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á skaganum um það að hann sameinist Rússlandi á ný.   

 


mbl.is Myndband: Hlegið að utanríkisráðherra Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um "...herskyldu má aldrei í lög leiða..." í stjórnarskrá?

Þeger Ísland gekk í NATO var það undirskilið að Íslendingar væru og yrðu herlaus þjóð og að aldrei yrði hér her á friðartímum. 

Þegar Kalda stríðið harðnaði 1950 þótti talsmönnum NATO á borð við Bjarna Benedktsson öryggi Íslands ógnað, því að mesta hættan utan frá fælist í því að "ráðist yrði  á garðinn, þar sem hann væri lægstur en ekki þar sem hann væri hæstur."

Niðurstaðan varð að gera varnarsamning við Bandríkin þannig að Íslendingar sjálfir hefðu ekki her.  

Það herlið var flutt burtu 2006 og í starfi Stjórlagaráðs 2011 var fjallað um þetta mál með þessari niðurstððu: "Herskyldu má aldrei í lög leiða."   

Við tilkomu nýs stríðs í Evrópu má nú heyra raddir um að stofna íslenskan her og er það að sínu leyti tímanna tákn og spurning um nauðsyn slíkrar gerbreytingar á stöðu landsins allt frá örófi alda. 

Má stórlega draga í efa að ásætða sé til jafn mikillar kúvendingar í þessum efnum.  


mbl.is Stofna ætti her á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðismál af öllum toga eru mál málanna.

Nú má sjá dag eftir dag mismunandi afbrigði af málum málanna hér á landi, en það eru húsnæðismálin. 

Þjónusta Hjálpræðishersins að gefast upp í gæl var ein af fréttum gærdagsins, en enn ný húsnæðismál í dag í sambandi við kjaramálin. 

Húsnæðismálin knýja verðbólguna áfram og heilbrigðis- og öldunarmál, sem sett verða á sérstaklega á dagskrá á flokkstjórnarfundi Samfylkingingarina í dag eru lituð af húsnæðismálum í bak og fyrir.   


mbl.is Gista í læknastofum í stað þess að fara á hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband