10.4.2023 | 22:56
"...ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur..."?
Þegar rökræðan um varnir Íslands stóðu sem hæst í tengslum við komu varnarliðsins 1951 mæddi það einna mest á Bjarna Benediktssyni, sem hafði verið fremsti áhrifamaður í hópi þeirra íslensku stjórnmaálamanna, sem stóðu að inngöngu Íslendinga í NATO 1949, að færa rök að gerð varnarsamningins við Bandaríkin.
Í aðildarsamningnum 1949 var sérstaklega tekið fram að Ísland ætti ekki og myndi ekki eiga her, og að erlent herlið myndi ekki verða á Íslandi á friðartímum.
En aðeins ári seinna, sumarið 1950 réðust Norður-Kóreumenn inn í Suður-Kóreu, og Bandaríkjamenn og Bretar sendu herlið undir merkjum Sameinuðu þjóðanna á vettvang. Skollið var á stríð, sem stigmagnaðist veturinn.
Bandaríkjamenn komust inn í Norður-Kóreu alla leið að Yalufljóti, og digurbarkalegar yfirlýsingar yfirhershöfðingja Bandamanna, Douglas Mac Arthur fólu í sér hvatningu hans til þess að beita kjarnorkuopnum eftir að Kínverjar sendu lið "sjálfboðaliða" á vettvang.
Truman Bandaríkjaforseti vék hinni miklu stríðhetju úr embætti yfirhershöfðingja til þess að forðast það að fyrsta kjarnorkustyrjöldin skylli á, og undir stjórn Ridgeways hershöfðingja komst á pattstaða 1951.
En hættan á kjarnorkustyrjöld og þriðju heimsstyrjöldinni var fyrir hendi og upp kom ástand, sem Bjarni Benediktsson mat þess eðlis, að ekki væri lengur hægt að tala um að "friðartímar" ríktu.
Þrír af fjórum stjórnmálaflokkum landsins lögðu því þeirri hugmynd lið, að gerður yrði sérstakur varnarsamningur við Bandaríkin, þar sem leyft yrði að herlið Bandaríkjamanna yrði með nauðsynlegan varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og sömuleiðis aðstöðu í Hvalfirði.
Í stað þess að hætta á sams konar óróaástandi og varð í Reykjavík í mars 1949, var varnarsamningurinn gerður eftir að þing hafði verið rofið vorið 1951 og þing sat ekki.
Varnarliðið kom því fyrirvararlaust og harðar umræður á Alþingi urðu frammi fyrir gerðum hlut.
Í þeirri umræðu fólst þungamiðjan í ræðum Bjarna Benediktssonar í þessari setningu:
"Nú geysar hart stríð, sem hefur orðið til þess að þjóðir heims hafa rambað á barmi kjarnorkustríðs, og það hefur kallað á efldan varnarviðbúnað. Þá verður að athuga vel að freista ekki hugsanlegs árásaraðila með því að hafa veikan blett í vörnunum.
Hafa þarf í huga, að meiri hætta er á ráðist sé á garðinn þar sem hann er lægstur heldur en þar sem hann er hæstur."
Mörg dæmi eru um það í hernaðarsögunni, að ráðist hafi verið til herfara þar sem garðurinn var lægstur, og er hin magnaða herför Þjóðverja í maí 1940 um Ardennafjöll allt til strandar við Ermasund dæmi um slíkt.
Ef til vill hefur hinn nýi viðbúnaður á Norðurslóðum nú vegna Úkraínustríðins svipuð rðk og varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951.
Hætta á stigmögnun og kjarnorkustríði er fyrir hendi núna eins og þá.
Sameina flugherina vegna kjarnorkuhers Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2023 | 16:35
Nauðhyggjan um "góðu gæjana með alvæpnið."
Stjórnarskrárákvæði um rétt manna til þess að eiga vopn er eins konar trúaratriði fyrir stóran hluta bandarísku þjóðarinnar.
"Það eru ekki byssur sem drepa fólk, heldur menn" er sagt og því bætt við, að eina rétta stefnan sé að fjölga góðu gæjunum, sem yrðu nægilega margir og vel vopnaðir til þess að hafa hemil á vondu gæjunum.
Þess vegna sé nauðsynlegt að sem flestir almennir borgarar hafi frelsi til að kaupa sér öflugustu hálfsjálfvirkustu skotvopnin og nýta með því rétt sinn til að verjas sig og sína á sem árangursríkastan hátt.
Stóraukin vopnasala og vopnaeign sé því af hinu góða og af því að Bandaríkjamenn séu í grunninn landnemaþjóð sé þetta sjónarmið hefð, sem beri að varðveita.
Ýmsar spurningar eru samt settar fram um þessa sýn.
Kanadamenn eru alveg eins mikil landnemaþjóð og Bandaríkjamenn, en þar eru byssumorð miklu færri, einkum fjöldamorð. Í Evrópu er tala látinna miklu minni en vestan hafs.
En þarna vestra teljast morð á tveimur eða þremur í árás ekki fjöldamorð, heldur miðað við fjóra.
Byssueignin er mun meiri í Bandaríkjunum miðað við fólksfjölda, og ættu byssumorðin samkvæmt kenningunni um sem mesta byssueign því að hafa hamlandi áhrif á fjölda látinna.
Mannskæð skotárás í borginni Louisville | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2023 | 07:25
Fleyg orðaskipti Söru Leander og Joseph Göbbels.
Sara Leander hét þekkt sænsk söngkona, sem var svo vinsæl bæði í Svíþjóð og í Þýskalandi, að hún komst í gegnum stríðsárin, en leið þó fyrir það víða utan Þýskalands.
Hún var undir pressu frá báðum aðilum, en þekkt urðu orðaskipti hennar við Joseph Göbbels, áróðurs- og menntamála þar sem atlaga Göbbels mistókst.
Þau hittust á samkomu og Gðbbels sagði við Söru: "Nafnið Sara, er það ekki Gyðinganefn?"
Sara lét sér hvergi bregða en svaraði samstundis: "Þú þarft ekki að spyrja mig að því, Joseph minn."
Ekki segir af frekari orðaskiptum þeirra.
Björguðu listamönnum úr klóm nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)