Nauðhyggjan um "góðu gæjana með alvæpnið."

Stjórnarskrárákvæði um rétt manna til þess að eiga vopn er eins konar trúaratriði fyrir stóran hluta bandarísku þjóðarinnar. 

"Það eru ekki byssur sem drepa fólk, heldur menn" er sagt og því bætt við, að eina rétta stefnan sé að fjölga góðu gæjunum, sem yrðu nægilega margir og vel vopnaðir til þess að hafa hemil á vondu gæjunum.  

Þess vegna sé nauðsynlegt að sem flestir almennir borgarar hafi frelsi til að kaupa sér öflugustu hálfsjálfvirkustu skotvopnin og nýta með því rétt sinn til að verjas sig og sína á sem árangursríkastan hátt.  

Stóraukin vopnasala og vopnaeign sé því af hinu góða og af því að Bandaríkjamenn séu í grunninn landnemaþjóð sé þetta sjónarmið hefð, sem beri að varðveita. 

Ýmsar spurningar eru samt settar fram um þessa sýn.  

Kanadamenn eru alveg eins mikil landnemaþjóð og Bandaríkjamenn, en þar eru byssumorð miklu færri, einkum fjöldamorð. Í Evrópu er tala látinna miklu minni en vestan hafs. 

En þarna vestra teljast morð á tveimur eða þremur í árás ekki fjöldamorð, heldur miðað við fjóra. 

Byssueignin er mun meiri í Bandaríkjunum miðað við fólksfjölda, og ættu byssumorðin samkvæmt kenningunni um sem mesta byssueign því að hafa hamlandi áhrif á fjölda látinna.   

 

 


mbl.is Mannskæð skotárás í borginni Louisville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja, í USA hefur fólki enn ekki verið smalað í fangabúðir, eins og í Ástralíu í Kóvitleysunni, svo einhverju er þetta að skila hjá þeim.

Og þú getur sjálfur tékkað á þessu, en USA kemst ekki inná topp 20 listann yfir fjölda morða miðað við íbúafjölda.  Og þeir hafa alvöru fjölmenningu, sem býr til ofbeldi í 100% tilvika, svo... þetta virðist vera að virka.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2023 kl. 20:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tðlurnar, sem miðað er við í pistli mínum eru fimm ára gamlar frá tímanum fyrir covid. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2023 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband