19.4.2023 | 23:03
Samt á að stefna í hálfa milljón tonna árlega í sjókvíaeldinu!
Á sama tíma sem máttlaus kjaftafundur verður haldinn um markvissa útrýmingarsókn gagnvart villtum laxastofnum í Atlantshafi, er stefnan sett á það að hundraðfalda sjókvíaeldið á tíu árum, talið frá árinu 2014 !
Æsingurinn og firringin sem birtast í þessum fyrirhugaða veldisvexti er á þeim skala, að veldur kjálkasigi á venjulegu fólki.
Rétt er að benda á fróðlegan bloggpistil Jóhanns Elíassonar um samanburð á sjókvíaeldi og landeldi hér á Moggablogginu og spyrja, hvernig í ósköpunum sé ekki hægt að koma neinum böndum á þessi ósköp.
Bubbi gerði heiðarlega tilraun í beinni útsendingu fyrir skömmu að vekja athygli á þessu máli, en stjórlaus græðgi hinna nýju sægreifa kaffærir umræðuna, þar sem efasemdarmenn um þessi firn eru útnefndir sem óvinir landsbyggðarinnar og þaðan af verra.
Laxinn í útrýmingarhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)