Samt á að stefna í hálfa milljón tonna árlega í sjókvíaeldinu!

Á sama tíma sem máttlaus kjaftafundur verður haldinn um markvissa útrýmingarsókn gagnvart villtum laxastofnum í Atlantshafi, er stefnan sett á það að hundraðfalda sjókvíaeldið á tíu árum, talið frá árinu 2014 ! 

Æsingurinn og firringin sem birtast í þessum fyrirhugaða veldisvexti er á þeim skala, að veldur kjálkasigi á venjulegu fólki.  

Rétt er að benda á fróðlegan bloggpistil Jóhanns Elíassonar um samanburð á sjókvíaeldi og landeldi hér á Moggablogginu og spyrja, hvernig í ósköpunum sé ekki hægt að koma neinum böndum á þessi ósköp. 

Bubbi gerði heiðarlega tilraun í beinni útsendingu fyrir skömmu að vekja athygli á þessu máli, en stjórlaus græðgi hinna nýju sægreifa kaffærir umræðuna, þar sem efasemdarmenn um þessi firn eru útnefndir sem óvinir landsbyggðarinnar og þaðan af verra. 


mbl.is Laxinn í útrýmingarhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er aldrei nefnt sem er bleiklaxinn, öðru nafni hnúðlaxinn. Það má reikna með að mikið af honum birtist í sumar, hann gengur upp í árnar og hrygnir þar og keppir þannig líklega við Atlantshafslaxinn um hrygningarstaði. Seiðin gætu svo einnig keppt við seiði Atlantsahafslaxins í ánum. Norskar rannsóknir sýna að hnúðlaxaseiðin lifa af í ám þar í landi. Göngurnar koma á tveggja ára fresti. Sumarið 2021 gekk mjög mikið af honum upp í laxveiðiár í Norður-Noregi og þeir voru einnig víða hér, bæði á Norður- og Vesturlandi. Þetta er framandi tegund úr Kyrrahafi og Rússar hófu að segja hana út í Norðvestur-Rússlandi fyrir mörgum árum. Nú virðist hnúðlaxinn vera að springa út og tegundin náð fótfestu svo um munar. Norðmenn búast við að gríðarmikið af hnúðlaxinum gangi upp í þeirra ár í sumar, einkum norður í Troms og Finnmörku en þar eru margar af bestu laxveiðiám Noregs. Hvað ef sama gerist hér á landi? Hverjar verða afleiðingarnar fyrir villta laxinn og hver verða áhrifin á veiðiréttarverðmæti laxveiðiáa á Íslandi? Ég hugsa þetta sé miklu meiri ógn fyrir laxveiðina heldur en nokkurn tímann sjókvíaeldið. En það er sáralítið talað um þetta. 

Magnus Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2023 kl. 11:10

2 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ætti að banna sjókvíaeldi, allt of mikið í húfi varðandi villta laxinn sem og mengunina sem fellur í sjávarbotninn undir kvíunum. Pistill Jóhanns var bæði góður og fræðandi

Rafn Haraldur Sigurðsson, 20.4.2023 kl. 17:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við fengum á okkur vissan stimpil þegar við drápum síðasta geirfuglinn 1944. Eigum við eftir að bæta villta laxinum við?

Ómar Ragnarsson, 20.4.2023 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband