23.4.2023 | 21:05
Vaxandi líkur á eldgosi?
Óvenju víða í íslenska eldstöðvakerfinu má búast við eldgosi eftir að Reykjanesskagin birtist með upphafið að nokkurra alda eldgosatímabili í kjölfar eldgosalauss tíma i átta aldir.
Grímsvötn teljast enn vera virkasta eldstöð landsins og nú er kominn meira en áratugur síðan þar gaus síðast.
Hekla hefur þanist út upp fyrir þau mörk sem hún komst í fyrir gosið árið 2000, og á svæðinu Bárðarbunga-Askja hafa ekki verið meiri goslíkur samanlagt í háa herrans tíð.
Ein af hugsanlegum afleiðingum hlýnandi loftslags og minnkandi jökla getur orðið vaxandi tíðni eldgosa á þessari öld.
Stærsti skjálftinn á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)