Hugmyndafátækt og árátta að ná sem mestu af öldruðum.

Æ ofan í æ er eins og að íslenskum ráðamönnum detti aldrei neitt annað í hug sem fjáruppspretta fyrir ríkissjóð en að ráðast að öldruðum og öryrkjum og öðrum, sem minnst mega sín.  

Eitt af ótal dæmum um þetta er mál Gísla B. Árnasonar og fleiri, sem lýst er í viðtengdri frétt á mbl.is.  

Af sama meiði má það teljast að sama daginn koma fram hugmyndir um að hygla sérstaklega með skattfríðindum erfðafjár helst þeim, sem hafa meiri tekjur. 


mbl.is Skerðingar „eins og að fá högg undir beltisstað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn betur má ef duga skal fyrir innviðina í orkuskiptunum.

Efling innviðanna fyrir orkuskiptin eru forsenda fyrir því að þau gangi upp. Þegar mönnum sýnist þetta verkefni erfitt er ágætt að minnast þess, að það var ekkert smáræðis kerfi innviða sem komið var á á þeim tíma sem orkuskiptin í samgöngum fólust í í þvi að taka bíla með sprengihreyfla í notkun í stað hestanna. 

Og á sama tíma að koma upp enn tröllauknara innviðakerfi vegakerfisins. 

Þetta verkefni allt hefur að vísu tekið heila öld, en vegakerfið gagnast jafnvel fyrir eldsneytisknúin farartæki eins og rafknúin og fólksfjðldi og þar með þjóðartekjur hafa margfaldast.   


mbl.is Ætla að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband