Hugmyndafátækt og árátta að ná sem mestu af öldruðum.

Æ ofan í æ er eins og að íslenskum ráðamönnum detti aldrei neitt annað í hug sem fjáruppspretta fyrir ríkissjóð en að ráðast að öldruðum og öryrkjum og öðrum, sem minnst mega sín.  

Eitt af ótal dæmum um þetta er mál Gísla B. Árnasonar og fleiri, sem lýst er í viðtengdri frétt á mbl.is.  

Af sama meiði má það teljast að sama daginn koma fram hugmyndir um að hygla sérstaklega með skattfríðindum erfðafjár helst þeim, sem hafa meiri tekjur. 


mbl.is Skerðingar „eins og að fá högg undir beltisstað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ekki gott dæmi. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna A er að mestu leiti eins og hver annar lífeyrissjóður sem ekki tengist ríkinu á neinn hátt. Hann nýtur ekki ríkisábyrgðar en þarf að semja sérstaklega við ríkið og útgreiðslur fara eftir eigna stöðu sjóðsins og réttindastöðu. B sjóðurinn aftur á móti er ríkistryggður, eignalaus og réttindin tryggð og miðast við áunnið hlutfall af staðgengilskaupi.

Á sínum tíma töldu ýmsir að ríkisstarfsmenn mundu ætíð vera eftirbátar almenna markaðarins og að lífeyrissjóður sem ávaxtaði sig sjálfstætt mundi gefa betri lífeyri en staðgengilskaupið. Þeir skiptu yfir í A og þurfa nú að þola það að eftir kreppur og hrun að ávöxtunin er ekki eins og þeir vonuðu og vegna tómahljóðs í ríkiskassanum erfitt að semja um aukagreiðslur þaðan. Ríkisstarfsmenn hafa svo einnig nálgast almenna markaðinn í launum meira en þeir spáðu og því eru þeir sem enn eru í B betur settir.

Vagn (IP-tala skráð) 4.4.2023 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband