7.4.2023 | 22:54
Gagnleg flotformúla fyrir jeppadekk.
Ætli það séu ekki liðin um fimmtán ár síðan sett var fram formúla hér á síðunni, sem beita mætti til að giska á flotgetu jeppadekkja. Hún er svona, miðað við dekk sem stendur í lóðréttri stöðu, t.d. á jöklajeppa síðuhafa, Suzuki Grand Vitara dísil árg. 1998, myndin tekin í jeppaferð í Setur með Kerlingarfjöll í baksýn.
Heildarhæð dekksins x breidd dekksins x hæð dekksins frá jörðu upp í felgu x 0,28.
35 tommu dekk: 35 x 12,5 x 10 x 0,28 = 1220. Ef þetta er létt Súkka Fox, 1220 kíló, getur verið hægt að framlengja dæmið með prósentutölu, þ. e. að jeppinn hafi 100 % flotgetu.
Grand Vitarajeppinn er 1480 kíló og flotgetuprósentan ca 77 %.
38 tommu dekk: 38 x 15,5 x 11,5 = 1900, og ef þetta er Toyota Hi-Lux, 2350 kíló, er flotgetan 75%.
Formúlan hefur verið marg prófuð, bæði í ferðum og með jeppana inni á steingólfi til að sjá bælinguna við úrhleypingar.
Radialdekk bælast jafnara en diagonal, eins og 44 tommu dekkin eru, en þeim er hætt við því að vöðlast upp við mikla úrlhleypingu. Þótt flotgetutalan sé meira en 3000 á 44 tommu dekkjum, sjást þeir yfirburðir best við það hve lítið dekkin bælast á 4 pundum eða meira, En þegar nálgast 2 pundin byrja ókostir diagonal dekkja að segja til sín.
Því lengra sem hjólfarið er í kyrrstöðu miðað við breiddina, því betur rennur jeppinn, samanber eiginleika skíða.
Síðuhafi hefur í 19 ár átt Range Rover með Nissan Laurel dísilvél árgerð 1973 og nefnt hann Kötlujeppann með tilliti til þess, að yfirvöld setja alloft það skilyrði fyrir umferð jeppa á fréttaslóðum að þeir séu með minnst 38 tommu dekkja.
Þessi lúni jeppi er 2100 kíló og flotgetan lítið meiri en á 35 tommu Súkkunni.
Vilja njóta landsins í sátt og samlyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.4.2023 kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2023 | 10:16
Airbus - þótt fyrr hefði verið.
Icelandair hefur alla sína tíð verið tryggur viðskiptavinur framleiðandanna sem fyrstir seldu þeim vélar.
Þegar Fokker F-27 Frienship skrúfuþoturnar sem þeir keyptu fyrir innanlandsflugið 1965 voru orðnar úreltar um 1990 var haldið áfram að kaupa Fokker á þeim forsendum að verksmiðjan væri svo óskaplega traust og vélarnar góðar.
Örfáum árum síðar varð Fokker gjaldþrota og hinar þungu og úreltu F-27 hurfu fljótlega.
Icelandair keypti fyrstu millilandaþoturnar 1967 og voru það hárrétt kaup. En með tilkomu Airbus gerðist svipað og gerst hafði hjá Fokker, að hannaðar voru nýjar vélar sem voru aðeins rýmri og stærri en mjóþotur Boeing og gátu því notað stærri hreyfla vandræðalaust á sama tíma og 737, vinsælasta tegund allra tíma, leið fyrir það að þurfa flókið og vandasamt tölvukerfi til að hafa af að verða notuð áfram.
Boeing gerði svipuð mistök og Fokker að hanga of lengi á gömlu hönnuninni og lenda fyrir bragðið í Boeing 737 Max vandræðunum.
Icelandair breytti stuttlega til þegar pöntun var gerð um kaup á Douglas DC-10 þriggja hreyfla þotu, en óhöpp beindu félaginu aftur til Boeing með kaupum á Boeing 757 fyrir tíunda áratuginn, og reyndust þau kaup henta félaginu afar vél.
Vegna sérstakra flugvalla aðtæðna á Íslandi komu stórir vængir þeirra véla sér vel og einnig við flug til valla í mikilli hæð, svo sem Denver í Kólóradó.
Nú reynist sú vél of eyðslufrek svo að framleiðslu hennar var hætt, og um þessar mundir eru framleiðsludagar tímamóta breiðþotunnar stóru frá 1967, Boeing 747 taldir.
Hún var ævintýralega góð breiðþota í upphafi en hefur í kapphlaupi við tveggja hreyfla vélar komist á endastöð.
Nú eru að verða 60 ár síðan samvinna Icelandair og Boeing hófst og loksins hefur verið tekin sú ákvörðun í kjölfar farsæls reksturs aö kaupa Airbus vélar fyrir þau verkefni sem þær leysa best af hendi en lofa Boeing 737 Max að halda áfram á styttri leiðum.
Leysa Boeing 757 af hólmi með nýjum Airbus flugvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)