Airbus - þótt fyrr hefði verið.

Icelandair hefur alla sína tíð verið tryggur viðskiptavinur framleiðandanna sem fyrstir seldu þeim vélar. 

Þegar Fokker F-27 Frienship skrúfuþoturnar sem þeir keyptu fyrir innanlandsflugið 1965 voru orðnar úreltar um 1990 var haldið áfram að kaupa Fokker á þeim forsendum að verksmiðjan væri svo óskaplega traust og vélarnar góðar. 

Örfáum árum síðar varð Fokker gjaldþrota og hinar þungu og úreltu F-27 hurfu fljótlega. 

Icelandair keypti fyrstu millilandaþoturnar 1967 og voru það hárrétt kaup. En með tilkomu Airbus gerðist svipað og gerst hafði hjá Fokker, að hannaðar voru nýjar vélar sem voru aðeins rýmri og stærri en mjóþotur Boeing og gátu því notað stærri hreyfla vandræðalaust á sama tíma og 737, vinsælasta tegund allra tíma, leið fyrir það að þurfa flókið og vandasamt tölvukerfi til að hafa af að verða notuð áfram. 

Boeing gerði svipuð mistök og Fokker að hanga of lengi á gömlu hönnuninni og lenda fyrir bragðið í Boeing 737 Max vandræðunum. 

Icelandair breytti stuttlega til þegar pöntun var gerð um kaup á Douglas DC-10 þriggja hreyfla þotu, en óhöpp beindu félaginu aftur til Boeing með kaupum á Boeing 757 fyrir tíunda áratuginn, og reyndust þau kaup henta félaginu afar vél. 

Vegna sérstakra flugvalla aðtæðna á Íslandi komu stórir vængir þeirra véla sér vel og einnig við flug til valla í mikilli hæð, svo sem Denver í Kólóradó. 

Nú reynist sú vél of eyðslufrek svo að framleiðslu hennar var hætt, og um þessar mundir eru framleiðsludagar tímamóta breiðþotunnar stóru frá 1967, Boeing 747 taldir.  

Hún var ævintýralega góð breiðþota í upphafi en hefur í kapphlaupi við tveggja hreyfla vélar komist á endastöð.   

Nú eru að verða 60 ár síðan samvinna Icelandair og Boeing hófst og loksins hefur verið tekin sú ákvörðun í kjölfar farsæls reksturs aö kaupa Airbus vélar fyrir þau verkefni sem þær leysa best af hendi en lofa Boeing 737 Max að halda áfram á styttri leiðum.  


mbl.is Leysa Boeing 757 af hólmi með nýjum Airbus flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband