Góð röðun á uppbyggingu hjólainnviða hefur jákvæð áhrif aðra umferð.

Það sést vel á ferð með mismunandi fararskjótum eftir stígakerfi borgarinnar, að heildarútkoman af gerð innviða í þeim efnum þarf ekkert endilega að felast í einhverri togstreitu á milli mismunandi ferðamáta, heldur getur alhliða og fjölbreytt uppbygging verið í boði. 

Þannig er það víða svo, að óheppilegt eða vanrækt kerfi á einu sviði, svo sem á sviði hjólastíga, getur haft hamlandi áhrif á notkun bíla á sama svæðinu. 

Hugtakið hraðhjólastígur er fáum kunnugt hér á landi, af því að hjólastígar hafa komið miklu síðar til sögunnar hér en í öðrum löndum. 

Sem dæmi má nefna leiðina milli Gullinbrúar og Spangarinnar í Grafarvogi. 

Hingað til hefur það verið til trafala, að núverandi hjólaleiðir eru krókóttar og hæðóttar og liggja um mörg mót stíga og gatna, einkum á vesturleið. Þetta veldur því að tíminn, sem fer í að fara þá leið, er miklu lengri en ef hjólastígurinn lægi norðvestan og vestan við ökuleið bíla og gæfi færi á færri töfum og jafnari hraða.

Þótt heitið "hrað"hjólastígur sé notað, á það við um þá styttingu aksturtímans á hjólunum sem fæast með því að hraðinn verði sem jafnastur nálægt 25 km/klst. 

Afleiðingin verður sú við núverandi aðstæður, að maður hyllist til að aka á hjólinu mestalla leiðina frá Borgarholti og niður í Bryggjuhverfi á bílagötunni sjálfri. 

Andstæða þessa er leiðin frá Bryggjuhverfinu vestur á gatnamótin við Vogahverfið sem er sannkölluð "hrað"hjólaleið, um 600 metrum styttri en ef farið er á bíl eftir gatnakerfinu. 

Áhrif gatnaframkvæmda fyrir bíla á hjólaleiðir geta verið jákvæð bæði fyrir hjól og bíla. 

Eitt atriðið er það, að með því gera fólki auðvelda að nota hjól, losar það bílaumferðina við það rými sem einkabíll hefði annars tekið. 

Í hjólablaði Morgunblaðsins minnast íslensk hjón á það hvernig að svona málum er víða staðið erlendi. 


mbl.is Hjólaverkefni framundan á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of stór hluti umferðarslysa vegna símanotkunar og hliðstæðu hennar.

Á ferð á hjóli í umferðinni sér maður allt of oft að ökumenn eru niðursokknir í notkun farsíma og annað hliðstætt dund. 

Slíkt gerist meira að segja líka á hjólastígum.  Síðuhafi axlarbrotnaði í ársbyrjun 2019 á hjólastígnum á Geirsnefinu þegar rafreiðhjólamaður sveigði skyndilega fyrir hann vegna þess að hann var að reyna að lesa niður fyrir sig á rafhlöðumælinn við erfið birtuskilyrði. 

Hann hafði ekki lesið upplýsingabæklnginn um hjólið nógu vel og vissi ekki að hægt var að kveikja ljós á mælinum. 

Frænka síðuhafa lenti í mjög hörðum árekstri fyrir nokkrum árum þegar ökumaður fyrir aftan hana ók á fullum hraða aftan á hana þar sem hún beið á rauðu ljósi og olli þessi árekstur miklu efnislegu og líkamlegu tjóni.  


mbl.is Ók bíl og horfði á sjónvarpsþátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband