Allt of stór hluti umferðarslysa vegna símanotkunar og hliðstæðu hennar.

Á ferð á hjóli í umferðinni sér maður allt of oft að ökumenn eru niðursokknir í notkun farsíma og annað hliðstætt dund. 

Slíkt gerist meira að segja líka á hjólastígum.  Síðuhafi axlarbrotnaði í ársbyrjun 2019 á hjólastígnum á Geirsnefinu þegar rafreiðhjólamaður sveigði skyndilega fyrir hann vegna þess að hann var að reyna að lesa niður fyrir sig á rafhlöðumælinn við erfið birtuskilyrði. 

Hann hafði ekki lesið upplýsingabæklnginn um hjólið nógu vel og vissi ekki að hægt var að kveikja ljós á mælinum. 

Frænka síðuhafa lenti í mjög hörðum árekstri fyrir nokkrum árum þegar ökumaður fyrir aftan hana ók á fullum hraða aftan á hana þar sem hún beið á rauðu ljósi og olli þessi árekstur miklu efnislegu og líkamlegu tjóni.  


mbl.is Ók bíl og horfði á sjónvarpsþátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband