Svipað og Ríó- og Genfarsáttmálinn, Ramsar, Maastricht og Shengen?

Alls konar nöfn staða og manna eru notuð um ýmiskonar sáttmála, samþykktir, samkomulag og yfirlýsingar. 

Parísarsamkomulagið, Balfouryfirlýsingin, Genfarsáttmálinn, Monroekenningin, Ramarsamkomulagið, Brundtlandskýrslan, Ríósáttmálinn eru meðal mýmargra dæma. 

Staðir, sem annars væru nær óþekktir, komust á spjöld sögunnar, svo sem Schengen og Maastricht. 

Varlega skal fara í það að áætla um örlög Reykjavíkuryfirlýsingarinnar sem nú hefur ratað á spjöld sögunnar. 

Það heiti gæti orðið þyngra á metunum en sjálfur fundur Evrópuráðsins. 


mbl.is Samþykktu sérstaka Reykjavíkuryfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unnu Bretar sigur í síðasta þorskastríðinu 1976? Nei.

Svarið við ofangreindri spurningu er: nei. Að vísu fengur þeir undanþágur til að veiða áfram í örfá ár, en í raun þýddi það í framkvæmd að það var aðlögun að ósigrinum. 

Eitt málanna, sem hefur tengst leiðtogafundinum sem nú er haldinn hér varðar undanþágur fyrir Íslendinga varðandi kolefnisgjald á flug. 

Þar er nú rætt um undanþágur fyrir okkur í tvö ár. Auðvitað er tæknilega mögulegt að þær kunni að gilda áfram, en enginn veit nú, að hve lengi eða að hve miklu leyti. 

"Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."


mbl.is Brýnt að fundurinn skili einhverju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband