Unnu Bretar sigur í síðasta þorskastríðinu 1976? Nei.

Svarið við ofangreindri spurningu er: nei. Að vísu fengur þeir undanþágur til að veiða áfram í örfá ár, en í raun þýddi það í framkvæmd að það var aðlögun að ósigrinum. 

Eitt málanna, sem hefur tengst leiðtogafundinum sem nú er haldinn hér varðar undanþágur fyrir Íslendinga varðandi kolefnisgjald á flug. 

Þar er nú rætt um undanþágur fyrir okkur í tvö ár. Auðvitað er tæknilega mögulegt að þær kunni að gilda áfram, en enginn veit nú, að hve lengi eða að hve miklu leyti. 

"Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."


mbl.is Brýnt að fundurinn skili einhverju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt Ómar!

Hvers vegna ættum við að gefast upp og afsala okkur landinu og miðunum til ESB, án þess að berjast?

Við börðumst fyrir sjálfsögðum rétti okkar landhelgisstríðinu og höfðum sigur?

Síðast þegar við háðum stríð um Icesave við óvini okkar í Vestur Evrópu, höfðum við fulltingi Rússa, Færeyinga og Pólverja. Við höfðum sigur þrátt fyrir undirlægjuhátt stjórnvalda.

Nú í ljósi fyrri reynslu ættu stjórnvöld okkar að lýsa yfir stríði við ESB og sækjast eftir stuðningi Rússa og fleiri óháðra ríkja, í stað þess að játa okkur sigruð eins og gert var í Icesave málinu?

Frá sjónarhóli hagsmuna Íslands er ranghverfa er á öllum þeim samþykktum sem fram fóru í Hörpu.

Af ávöxtunum skulum við þekkja hverjir eru vinir okkar.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.5.2023 kl. 13:57

2 identicon

Hvaða helvítis fulltingi höfðum við af rússaruslinu í icesave.  Þvílík djöfulsins þvæla frá fávísum rússadindli.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.5.2023 kl. 17:45

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Heill og sæll.

Rallið er í fullum gangi en eyðan á kortinu sem á að sýna veginn er óbyggð brú yfir gljúfur en ekki vað. Áfram fulla ferð er hrópað, eftirleikurinn er viljandi stórslys með óafturkræfum afleiðingum

Sindri Karl Sigurðsson, 17.5.2023 kl. 19:52

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Varðandi spurninguna um Þorskastríðið. Þá hafa Bretar greinilega lært af því stríði.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.5.2023 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband