Reykvíkingar senn á biðlista eftir legstað í Kópavogi?

Lausleg könnun á stöðu kirkjugarða Reykjavíkur í fyrra benti til þess að í vændum gæti verið enn einn biðlistinn í lífshlaupi borgarbúa frá leikskólum allt til hjúkrunarrýmis og kirkjugarða. 

Er síðasti bíðlistinn dálítið skondinn; biðlistavandamálið getur allt eins náð út yfir gröf og dauða!  

Ástæðan er sú, að Gufuneskirkjugarður mun með sama áframhaldi fyllast innan örfárra ára og svo gæti farið að nýr kirkjugarður í hlíð Úlfarfells yrði ekki tilbúinn þá.   

Gæti þrautaráðið orðið það að flýja til Kópavogs með líkin, þó varla á það svæði sem nú er hugsað sem endurvinnslustöð Sorpu. Ekki er víst að tilkoma nábýlis i nýrri merkingu þess orðs sé viðeigandi til að ýta undir virðingu fyrir hinum framliðnu. 

Og kerskni eða spott á heldur ekki við; þetta er jú grafalvarlegt mál.  


mbl.is Vilja ekki sjá endurvinnslustöð við kirkjugarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra gat það varla verið!

Það ræður miklu um korfubolta, að reglurnar tryggja að jafntefli eru ekki með í myndinni, hvorki í einstðkum leikjum né útsláttarkeppni í lok móta. 

Ýmis atriði eru  oft nefnd þegar leikir eru greindir eftir á, til dæmis það, að þegar um áberandi bestu lið deildarinnar er að ræða, geti það riðið baggamuninn, hvort liðið þrái innilegar að vinna. 

Ekkert skal fullyrt um það eftir hinn stórkostlega úrslitaleik Vals og Tindastóls, hvort einmitt þetta atriði hafi sett punktinn yfir i-ið í lokin, í leik sem var að mðrgu leyti tímamótaleikur þegar meistaratitillinn fer á eftirminnilegan hátt út á land langt út fyrir hið stóra þéttbýli á suðvesturlandi. 

Leikurinn hefði átt skilið að vera í beinni útsendingu ekki síður en margt annað.

Til hamingju, Skagfirðingar! 


mbl.is Tindastóll Íslandsmeistari í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband