Reykvíkingar senn á biðlista eftir legstað í Kópavogi?

Lausleg könnun á stöðu kirkjugarða Reykjavíkur í fyrra benti til þess að í vændum gæti verið enn einn biðlistinn í lífshlaupi borgarbúa frá leikskólum allt til hjúkrunarrýmis og kirkjugarða. 

Er síðasti bíðlistinn dálítið skondinn; biðlistavandamálið getur allt eins náð út yfir gröf og dauða!  

Ástæðan er sú, að Gufuneskirkjugarður mun með sama áframhaldi fyllast innan örfárra ára og svo gæti farið að nýr kirkjugarður í hlíð Úlfarfells yrði ekki tilbúinn þá.   

Gæti þrautaráðið orðið það að flýja til Kópavogs með líkin, þó varla á það svæði sem nú er hugsað sem endurvinnslustöð Sorpu. Ekki er víst að tilkoma nábýlis i nýrri merkingu þess orðs sé viðeigandi til að ýta undir virðingu fyrir hinum framliðnu. 

Og kerskni eða spott á heldur ekki við; þetta er jú grafalvarlegt mál.  


mbl.is Vilja ekki sjá endurvinnslustöð við kirkjugarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband