Leikur að MAD (GAGA)

Stærsta ógnin, sem nú stafar af Úkraínustríðinu, er sú, að gera það að eins konar æfingu eða forleik fyrir kjarnorkustríði.  

Nú þegar afa Rússar gert hatramma atlögu að eldflaugavarnakerfi Úkraínu með stórri árás eldflauga sem ná jafnvel allt að tíföldum hljóðhraða og hægt er að búa með kjarnaoddum. 

Úkraínumönnum tókst í þessari fyrstu stóru atrennu að verjast þessari árás, en framundan getur samt verið vaxandi hráskinnsleikur með vopn, sem gætu startað kjarnorkustyrjöld af þeirri gerð sem fjallað er hefur verið um kenningunni "MAD", sem er skammstöfun fyrir Mutual Assured Destruction", mætti útleggjast "GAGA" á íslensku; Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra." 

Og þessi háskaleikur að allsherjartortímingareldi er nú að æsast með flytningi kjarnorkuvopna til Belarus, sem færir þessi ógnareyðingaröfl enn nær nágrannalöndunum en verið hefur. 


mbl.is Flutningur á kjarnavopnum hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vaðdýpti 92 sm" - Vaáá!

Fyrir nokkrum árum útnefndi eitt af fjórhjóladrifstímaritunum Ford Bronco fyrstu kynslóð besta jeppa allra tíma. Bronco kom fyrst fram á sjónarsviðið 1966, og enda þótt síðar yrðu framleiddir bæði stærri og minni Broncojeppar, hélt sá fyrsti sínu. 

Algert Broncoæði greip um sig þegar hægt var að fá þennan ekta jeppa keyptan fyrir gjafverð, vegna þess að hann var á stærð við Rússajeppann og fékk því sérstakan afslátt sem landbúnaðartæki!  

Fyrsta bylgjan var með 6 strokka línuvél sem var aðeins um 85 nettóhestöflu og eyddi samt 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarkeyrslu. 

Síðan kom V-8 með um 135 hestöflum - og hvílík breyting! Broncoinn var fyrsti jeppinn með gormafjöðrun að framan sem var bylting á þeim tíma.  1970 kom síðan Range Rover með gorma bæði að framan og aftan, en var aldrei eins mikill ekta jeppi og Bronco og þar að auki fokdýr lúxusbíll.  

Bronco og GAZ 69 voru með 37 sm veghæð undir kvið, 10 sm meira en Willys og Land Rover. 

Það fyrsta sem síðuhafi gerði þegar hann skoðaði nýja Broncoinn í Brimborg var að skríða undir hann og dást að því hve verkleg hönnun hans er varðandi undirvagninn.  

Það er hægt að taka undir með bílablaðamanninum á mbl.is að þetta sé æðislegur gripur, og 92 sm uppgefin vaðdýpt er aldeilis stórkostleg.   

Broncoinn er svo sannarlega kominn aftur. Fokdýr að vísu, en hann er jú líka upp á ameríska mátann "the real thing."


mbl.is Ótemjan sem allir þekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðgengilshlutverkið getur verið margskonar.

Eitt sinn gerðist það hér fyrir nokkrum árum að leit hófst að erlendri konu sem var á ferð með útlendum ferðamannahópi, og gekk ein konan í hópnum sérlega vel fram í því að taka þátt í leitinni. 

Í ljós kom síðan óvænt að það var hún einmitt hún sjálf, sem var leitað að, og féll þá leitin óvænt niður. 

Í hestaferð á Auðkúluheiði fyrir um þrjátí árum var áð við skála og hestagerði í niðadimmri þoku, en þá kom í ljós að einn hestinn vantaði. 

Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatakur var í þessum leiðangri og bauðst til að skyggnast um eftir hestinum. 

Beislaði hann einn hestinn í gerðinu og hélt af stað. En nú kom í ljós, að þetta var fljótræði, því að Bergsteinn kom ekki til baka, heldur hafði greinilega villst í þokunni. 

En þar sem menn stóðu nú ráðalausir kom Bergsteinn út úr þokunni á hestinum, sem týnst hafði. 

Hann kom af fjöllum þegar í ljós kom, að hann var á sama hestinum sem hann hafði beislað og farið á í leitina.  

Besti er góður hagyrðingur og þarna á staðnum varð til alveg dýrleg vísa:

 

Klárinn, sem ég er kominn á hér, 

er sá klárasti, sem ég þekki. 

Hann faldi sig milli fótanna´á mér 

svo ég fann hann barasta ekki!

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Missti af eigin brúðkaupi og sendi bróður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband