"Vaðdýpti 92 sm" - Vaáá!

Fyrir nokkrum árum útnefndi eitt af fjórhjóladrifstímaritunum Ford Bronco fyrstu kynslóð besta jeppa allra tíma. Bronco kom fyrst fram á sjónarsviðið 1966, og enda þótt síðar yrðu framleiddir bæði stærri og minni Broncojeppar, hélt sá fyrsti sínu. 

Algert Broncoæði greip um sig þegar hægt var að fá þennan ekta jeppa keyptan fyrir gjafverð, vegna þess að hann var á stærð við Rússajeppann og fékk því sérstakan afslátt sem landbúnaðartæki!  

Fyrsta bylgjan var með 6 strokka línuvél sem var aðeins um 85 nettóhestöflu og eyddi samt 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarkeyrslu. 

Síðan kom V-8 með um 135 hestöflum - og hvílík breyting! Broncoinn var fyrsti jeppinn með gormafjöðrun að framan sem var bylting á þeim tíma.  1970 kom síðan Range Rover með gorma bæði að framan og aftan, en var aldrei eins mikill ekta jeppi og Bronco og þar að auki fokdýr lúxusbíll.  

Bronco og GAZ 69 voru með 37 sm veghæð undir kvið, 10 sm meira en Willys og Land Rover. 

Það fyrsta sem síðuhafi gerði þegar hann skoðaði nýja Broncoinn í Brimborg var að skríða undir hann og dást að því hve verkleg hönnun hans er varðandi undirvagninn.  

Það er hægt að taka undir með bílablaðamanninum á mbl.is að þetta sé æðislegur gripur, og 92 sm uppgefin vaðdýpt er aldeilis stórkostleg.   

Broncoinn er svo sannarlega kominn aftur. Fokdýr að vísu, en hann er jú líka upp á ameríska mátann "the real thing."


mbl.is Ótemjan sem allir þekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband