Hvers vegna liggur svona mikið á eftir meira en 80 ára sögu vallarins?

Reykjavíkurflugvðllur á að baki rúmlega 80 ára sögu frá þeim degi, þegar bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að hann skyldi verða byggður á svæði í Vatnsmýri og á Skildinganesmelum. 

Þegar sú stefna var ákveðin og hafin flugvallargerð í rólegheitum, var breski herinn ekki enn búinn að hernema Ísland. 

Í byrjun var völlurinn með styttri brautir en síðar varð, en einhver hraðasta þróun flugtækninnar skall á með látum, og auk stækkunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli svaraði Keflavíkurflugvðllur kallinu um tvöfalt lengri brautum. 

Völlurinn breyttist lítið seinni hluta 20. aldarinnar, og með endurnýjun slitlags um síðustu aldamót virtust ekki miklar breytingar í aðsigi. 

Þá var haldin íbúakosning um völlinn, en í reglum um hana var ákvæði um lágmarks þátttöku. 

Sáralítið fleiri, nokkur hundruð, greiddu atkvæði gegn vellinum heldur en með honum.

Úrslitum hefði átt að ráða, að þátttakan var miklu minni en krafist var til þess að niðurstaðan væri bindandi. 

Þessar staðreyndir hafa andstæðingar vallarins kyrfilega þagað um varðandi gildi kosningarinnar sem stóðst ekki einu sinni kröfurnar í reglunum um hana sjálfa. 

Áberandi æðibunugangur er nú í því að til stendur um að skerða öryggi vallarins með öðru Valshverfi suðvestan megin, sem kallist á yfir miðju vallarins með tilheyrandi ókyrrð, einmitt í þeirri vindátt, suðvestan hvassviðrum, sem veldur einna mestum vandræðum við lendingar. 

Sagt er að það sé allt í lagi að byrja strax á framkvæmdum við nýja hverfið, vegna þess að það sé hægt að grípa til mótvægisaðgerða eftir á ef þurfa þyki. 

Einmitt það, já, skjóta fyrst og spyrja svo. 

Hver ósköpin liggja eiginlega á? 

 


mbl.is „Völlurinn er ekki að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband