Hvers vegna liggur svona mikið á eftir meira en 80 ára sögu vallarins?

Reykjavíkurflugvðllur á að baki rúmlega 80 ára sögu frá þeim degi, þegar bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að hann skyldi verða byggður á svæði í Vatnsmýri og á Skildinganesmelum. 

Þegar sú stefna var ákveðin og hafin flugvallargerð í rólegheitum, var breski herinn ekki enn búinn að hernema Ísland. 

Í byrjun var völlurinn með styttri brautir en síðar varð, en einhver hraðasta þróun flugtækninnar skall á með látum, og auk stækkunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli svaraði Keflavíkurflugvðllur kallinu um tvöfalt lengri brautum. 

Völlurinn breyttist lítið seinni hluta 20. aldarinnar, og með endurnýjun slitlags um síðustu aldamót virtust ekki miklar breytingar í aðsigi. 

Þá var haldin íbúakosning um völlinn, en í reglum um hana var ákvæði um lágmarks þátttöku. 

Sáralítið fleiri, nokkur hundruð, greiddu atkvæði gegn vellinum heldur en með honum.

Úrslitum hefði átt að ráða, að þátttakan var miklu minni en krafist var til þess að niðurstaðan væri bindandi. 

Þessar staðreyndir hafa andstæðingar vallarins kyrfilega þagað um varðandi gildi kosningarinnar sem stóðst ekki einu sinni kröfurnar í reglunum um hana sjálfa. 

Áberandi æðibunugangur er nú í því að til stendur um að skerða öryggi vallarins með öðru Valshverfi suðvestan megin, sem kallist á yfir miðju vallarins með tilheyrandi ókyrrð, einmitt í þeirri vindátt, suðvestan hvassviðrum, sem veldur einna mestum vandræðum við lendingar. 

Sagt er að það sé allt í lagi að byrja strax á framkvæmdum við nýja hverfið, vegna þess að það sé hægt að grípa til mótvægisaðgerða eftir á ef þurfa þyki. 

Einmitt það, já, skjóta fyrst og spyrja svo. 

Hver ósköpin liggja eiginlega á? 

 


mbl.is „Völlurinn er ekki að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Engu er líkara en Ísland hafi þegar glatað fullveldi sínu
og sjálfstæði.

Enginn er ábyrgur orða sinna og skrifræði
Evrópusambandsins gildir umfram reglur og lög á Íslandi.

Við ættum að gera róttækar breytingar í næstu kosningum:

Fyrir það fyrsta að fækka þingmönnum niður í 32 og fá
í leiðinni eitthvað uppí gengdarlausa eyðslu, rétt eins og
enginn sé morgundagurinn eða hinir síðustu dagar upprunnir,
Harmageddon, og eilíf vist í Paradís framundan(!)

Í öðru lagi ættum við að taka upp persónukjör
svo einhver von sé til að traust myndist milli þings og þjóðar
og orð standi og sú afglapavæðing sem virðist
í gangi stöðvist.

Orð skulu standa og ekki gengur að eitt sé sagt á þingi
en allt annað hjá Reykjavíkurborg; í borgarstjórn.

Líf liggur við að Reykjavíkurflugvöllur fái gegnt hlutverki sínu;
Reykjavíkurflugvöllur er lífæð landsbyggðarinnar og varaflugvöllur
þegar og ef annað bregst.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2023 kl. 11:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjöldi þingmanna eða sveitarstjórnarfulltrúa getur aldrei farið beint eftir fjölda kjósenda, heldur fer nauðsynlegur fjöldi fulltrúa eða þingmanna eftir því hvað verkefnin eru mikil. 

Íslendingar eru þúsund sinnum færri en Bandaríkjamenn, en það þýðir ekki að við gætum komist af með einn þingmann. 

Ómar Ragnarsson, 4.5.2023 kl. 18:58

3 identicon

Sæll Ómar.

Ekki sýnist þingmennska jafnt starf og áður
eftir að flest er lýtur að ásýnd lands og þjóðar
og það sem máli skiptir virðist eiga uppruna og upphaf
sitt frá bandalagi sem Íslendingar eru ekki
formlegir þátttakendur að eða sóst eftir til þessa
en landsmenn flestir andvígir og launin alls ekki sýnni
en svo að líkja megi jafnvel við utanvegaakstur þegar upp er staðið
sbr. vindmyllur og margt annað heilagsandahoppið
síðustu daga þessa vorþings.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2023 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband