14.6.2023 | 22:52
"Aukning í konum". Aukning í notkun orðsins aukning.
Fyrirsögn viðtengdrar fréttar er dæmi um þá nafnorðasýki sem þjakar íslenskt fjðlmiðlafólk.
Í fyrirsögninni er talað um að það sé "vöxtur í fjðlda" flóttafólks í stað þess að segja einaldlega að flóttafólki fjðlgi og nota með því tvö orð í stað fjögurra.
Svo langt getur þetta gengið að talað hefur verið "neikvæða aukningu".
Hér á dögunum var rætt í frétt einni um aðsókn að skólum og var þar sagt að það hefði orðið "aukning í konum" í stað þess að segja að konum fjölgaði.
Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers konar aukning geti orðið í konum nema að þær séu að þyngjast og verði þá væntanlega léttari í framhaldinu líkt María forðum.
Sögulegur vöxtur í fjölda flóttafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2023 | 07:16
"Tyson óðan telja má..."
"Með íslenskuna að vopni" hét árlaeg skemmtun að sumarlagi á Vopnafirði hér um árið, og var þá stutt síðan Mike Tyson hafði bitið stykki úr eyra Evander Holyfield í hnefaleikabardaga.
Ðétur Petúrsson læknir á Akureyri var í salnum og lét þá gjalla háum rómi þessa stöku:
Tyson óðan telja má.
Þó tel ég líklegt vera,
að bullur þær, er bíta´og slá
brúki allar stera.
Pétur hafði áður skrifað blaðagreinar um steranotkun íþróttamanna og uppskar góð viðbrögð samkomugesta við stökunni.
Tyson var dæmdur í keppnisbann og háar fésektir, og varð þá til þessi staka:
EF Tyson til Íslands náum við nú í vetur, -
því norpandi´í fangelsinu er ævi hans ill -
Á þorrablótum hér getur hann bætt um betur
og borðað eins marga svarta hausa´og hann vill.
Magnús Ingimarsson var lærður prentari og vann fyrstu árin eftir nám í prentsmiðjunni, sem prentaði dagblaðið Tímann.
Á hverjum vetri var haldin árshátíð þessarar prentsmiðju, þar sem við Magnús vorum með atriði.
Fastur dálkur í efni árlegs rits, sem hét Hálftíminn var "máltækjaskrá" þar sem helstu viðburðir liðins árs voru túlkaðir í málsháttum.
Einn veturinn var úr vöndu að ráða. Tilfallandi ritstjóri hafði lent í slagsmálum við setjara einn á næstu árshátíð og bitið hann í lærið.
Þetta var of stór viðburður til að honum væri sleppt, en málið viðkvæmt.
En lausnin fannst í einni setningu inni í málsháttalistanum:
"Ekkert fær staðist tímans tönn."
Fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)