Ýkt tilgáta frá 1997?

Tvennum sögum hefur farið af því í dag, hversu raunverulegt kortið með hinum ógnarstóra kuldabletti í Norður-Atlantshafi sé að miklu leyti uppskáldaður af hálfu einhverra, sem andæfa því að loftslag fari hlýnandi á jðrðinni.   

Eigi bletturinn að sýna hið gagnstæða, en raunar er það skrýtið þegar einhver mestu hlýindi í manna minnum á þessum árstíma hafa gengið í heilan mánuð á mestu hluta landsins. 

Þótt Reykjavíkursvæðið sé fjölbýlt er óþarfi að miða alla hluti út frá því einu eins og mörgum virðist tamt. 

1997 var sýndur á RÚV danskur heimildarþáttur, sem bar heitið "Hið kalda hjarta hafanna" og fjallaði um þá vísindakenningu, að gríðarlegt magn af léttu fersku leysingavatni, sem rynni út frá Grænlandsjökli og heimskautssvæðinu ylli því, að hinn þungi hlýi Golfstraumur sem berst úr suðri, sykki fyrr en hann hefði gert fram að því. 

Efni þáttarins var aukið og fært til íslensks veruleika.  

Stytting og veiking hringekjustrauma um Atlantshaf og Indlandshaf þar sem hrinekjan fólst í rennsli í djúpsævi og grunnsæfi gæti valdið kólnun veðurfars á Norður-Atlantshafi.  

Í tveimur nýársávörpum um áramótin gerðu helstu ráðamenn þjóðarinnar þetta að umtalsefni, en drógu gerólíkar ályktanir af þessu.   

Þáverandi forseti gerði mikið úr þessu, en forsætisráðherrann blés á þetta með þeim orðunum "skrattinn er leiðinlegt veggskraut."

Á öllum tölvukortum, sem síðuhafi hefur síðan séð á ráðstefnum, er ljósbláleitur blettur sýndur fyrir suðvestan Ísland, sem stingur í stúf við hinn dökkrauða lofthjúp, sem annars ræður ríkjum á jörðinni þegar líður á 21. öldina. 


mbl.is Kuldablettur við Ísland setur hlýnun úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðausturhálendið: Sauðárflugvöllur "galopinn" eftir mánaðar hitabylgju.

Nú hefur hitabylgja með tveggja stafa tölu staðið yfir á norðausturhálendinu í mánuð og stendur enn. 

Eftir nítján ára samfellda reynslu af ástandi Sauðárflugvallar á Brúaröræfum, sem ber skrásetningar- og viðurkenningarstafina BISA, sýnir reynslan að við slíkar aðstæður bráðnar allur snjór af vellinum svo að hann verður skráþurr og harður 3-4 vikum á undan jeppaslóðunum, sem er þarna á hálendinu og eru oft ekki orðnar færar fyrr en í júlíIMG_5768[478].  

Völlurinn stendur á fíngerðu aurseti sem er með nokkurs konar aftöppunarkerfi, sem líkist æðakerfi þegar horft er beint ofan á það, og flugvallarstæðið býður upp á fimm flugbrautir, alls 4,5 km langar og er sú lengsta 1300 metrar. 

Aðeins þurfti lausar merkingar og uppsetningu vindpoka til þess að gera hann að náttúrugerðum öryggisflugvelli fyrir hálendið, sem varð notadrjúgur í Holuhraungosinu 2014-2015 og getur orðið það að nýju núna, þegar sett hefur verið á eins konar gult viðbúnaðarstig á vegna hraunkviku á aðeins 2ja km dýpi undir Öskjuvatni með tilheyrandi skjálftum. 

Þangað er aðeins 30 km flug í loftlínu frá flugvellinum.  

Í gær var Arngrímur Jóhannsson á flugi á þessum slóðum á flugvél sinni við annan mann, lenti á vellinum og var þá tekin meðfylgjandi mynd. 

Athugun hans leiddi í ljós að brautirnar eru þurrar og svo harðar, að ekki liggur á að valta þær; völlurinn er þegar tilbúinn til fullrar notkunar. 

Hitinn hefur komist í allt að 17 stig þarna iðulega í 660 metra hæð yfir sjó. 


mbl.is Allt að 18 stig fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband