Ýkt tilgáta frá 1997?

Tvennum sögum hefur farið af því í dag, hversu raunverulegt kortið með hinum ógnarstóra kuldabletti í Norður-Atlantshafi sé að miklu leyti uppskáldaður af hálfu einhverra, sem andæfa því að loftslag fari hlýnandi á jðrðinni.   

Eigi bletturinn að sýna hið gagnstæða, en raunar er það skrýtið þegar einhver mestu hlýindi í manna minnum á þessum árstíma hafa gengið í heilan mánuð á mestu hluta landsins. 

Þótt Reykjavíkursvæðið sé fjölbýlt er óþarfi að miða alla hluti út frá því einu eins og mörgum virðist tamt. 

1997 var sýndur á RÚV danskur heimildarþáttur, sem bar heitið "Hið kalda hjarta hafanna" og fjallaði um þá vísindakenningu, að gríðarlegt magn af léttu fersku leysingavatni, sem rynni út frá Grænlandsjökli og heimskautssvæðinu ylli því, að hinn þungi hlýi Golfstraumur sem berst úr suðri, sykki fyrr en hann hefði gert fram að því. 

Efni þáttarins var aukið og fært til íslensks veruleika.  

Stytting og veiking hringekjustrauma um Atlantshaf og Indlandshaf þar sem hrinekjan fólst í rennsli í djúpsævi og grunnsæfi gæti valdið kólnun veðurfars á Norður-Atlantshafi.  

Í tveimur nýársávörpum um áramótin gerðu helstu ráðamenn þjóðarinnar þetta að umtalsefni, en drógu gerólíkar ályktanir af þessu.   

Þáverandi forseti gerði mikið úr þessu, en forsætisráðherrann blés á þetta með þeim orðunum "skrattinn er leiðinlegt veggskraut."

Á öllum tölvukortum, sem síðuhafi hefur síðan séð á ráðstefnum, er ljósbláleitur blettur sýndur fyrir suðvestan Ísland, sem stingur í stúf við hinn dökkrauða lofthjúp, sem annars ræður ríkjum á jörðinni þegar líður á 21. öldina. 


mbl.is Kuldablettur við Ísland setur hlýnun úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Maður vonar auðvitað að ný ísöld sé ekki að byrja, en þessa mynd horfði ég á líka eða einhverja svipaða, og mig minnir að í henni hafi komið fram að breytingar á hafstraumum geti leitt til nýrrar ísaldar. Það er ekki ætlun mín að hvetja til bölsýni, en það þarf að vera opinská umræða um þetta, öfgar á hvorugan veginn.

Það fannst mér sláandi þegar maður fann þær upplýsingar að ísöld geti byrjað tiltölulega snemma, það er að segja á fáeinum tugum ára. Það skal þó tekið fram að margt hverfur í haf alnetsins, og þetta eru upplýsingar sem ég veit ekki hvar eru núna eða hvort þær séu alveg réttar. Það eru 10 ár eða meira síðan ég var mjög forvitinn um þetta. Fræðingar þurfa að svara því nákvæmlega hvernig þetta er. En gúggli maður þetta koma þær upplýsingar fram að mögulegt er að hafstraumar breytist hratt. Það bendir til þess að eitthvað sé til í því að ekki þurfi langur tími að líða til að loftslag breytist. Veðrakerfin eru víst öll í einhverju jafnvægi, og raskist eitt alvarlega hefur það áhrif annarsstaðar í kerfinu, eða getur gert það.

Það sem þarf er að tiltölulega hlutlausir fræðsluþættir yrðu um þetta sýndir, til dæmis á RÚV. 

Það jákvæða við nútímann er hin mikla vísindaþekking, hægt er að gera meira nú en fyrr á öldum, en þá þarf líka að byggja á vísindum. Þetta er fróðlegur og góður pistill.

Ég er ekki viss um að nein ísöld sé að byrja, en mér finnst umræðan nauðsynleg.

Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2023 kl. 00:58

2 identicon

Kortið sýnir hitafrávik 2015 og segir því ekkert um veður undanfarinn mánuð. Auk þess að engan kvarða er að sjá. Munur á rauðum og bláum getur því verið brot úr gráðu.

Vagn (IP-tala skráð) 6.6.2023 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband