Mikilvæg skilgreiningaratriði á mismun orkugjafa.

Ýmis athyglisverð álitamál hafa komið fram í umræðum um skattalegt umhverfi orkuvinnslu með tilliti til orkugjafa.

Sem dæmi má nefna, að ekki séu rök fyrir því að þeir sem beisla vindorkuna séu skattlagðir, því að vindurinn leiki um alla alls staðar og ekki hægt að segja með nákvæmni hvaðan hann komi né hvert hann blási.  

Að þessu leyti sé hann ólíkur vatnsafli og jarðvarma eða gufuafli, sem hægt sé að staðsetja í vatnsfarvegum og jarðvarma- og háhitasvæði. 

Þessu má að vísu andmæla með því að benda á það að staðsetja vindorkuna þar sem vindorkumannvirkin er byggð, stafrækt og hafa áhrif. 

Hið gríðarlega vindorkuvinnsluæði, sem farið er af stað með tilheyrandi landakaupum, vekur grun um að ásókn sé í auðtekinn gróða af þessari nýfundnu auðlind. 

Því er nauðsynlegt að setja sem fyrst upp lagaramma um nýtingu orkuauðlinda sem setur hana í farsælan farveg.  

  

 


mbl.is Kanna nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratuga gamlir ásteytingarsteinar.

Hin viðtengda frétt á mbl.is um það að fötluðum nemanda sé neitað um skólavist er því miður ekki ný, heldur voru hliðstæð mál alveg niður í grunnskóla algeng fyrir nokkrum áratugum. 

Þá þurfti mikið til að leysa svona mál og er nöturlegt til þess að vita að enn, svona löngu síðar, komi hliðstæð mál upp.   


mbl.is Fötluðu barni neitað um skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband