6.7.2023 | 19:13
Oft um tvær sviðsmyndir að ræða í Kröflueldum.
Á sínum tíma gerðu íslenskir mikið úr því hve gríðarlega mikilli þekkingu Kröflueldarnir 1975 til 1984 hefði skilað í rannsóknum í jarðfræði. Væri jafnvel hægt að segja að ekkert annað gos hefði skilað jafnmiklu á þessu sviði.
Ástæðurnar voru ýmsar. Þarna var um að ræða níu ára langa atburðarás á dæmigerðum íslenskum sprungusveim með miðju í formi kvikuhólfs undir Leirhnjúki.
Hægt var að nota miklu meiri mælitækni en áður, meðal annars með því að útbúa sérstakan hallamæli í stöðvarhúsinu og mæla landris og sig, sem urðu þarna á víxl.
Fyrsta gosið 1975 var lítið, en síðan komu alls 14 skjálftahrinur samfara landrisi, sem enduðu með því að kvika hljóp ýmist í suður eða norður, en þó nánast alltaf í norður.
Alls enduðu níu hrinur með eldgosum, en fimm enduðu með kvikurennsli neðan yfirborðsins.
Upplýsingar og umræða jarðvísindamanna núna bera mjög keim af því sem þeir sögðu og gerðu í Kröflueldum.
![]() |
Innan sólarhrings gæti eitthvað gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)