Hvernig væri að hlusta meira á Kára og nýta sér óumdeilanlega þekkingu hans?

Um það hvaða stöðu Kári Stefánsson hefur meðal læknavísindamanna heims þarf varla að deila. 

Enn er í minni þegar hann var útefndur sem einn af hundrað áhrifiamestu læknavísindamanna heims. 

Það má ekki láta það trufla sig, þótt sumum finnist hann stundum full góður með sig sjálfur, heldur líta á ævistarfið raunsæjum augum.  


mbl.is Kennslanefnd rugluð í kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Land, þjóð og tunga; þrenning sönn og ein..."

á þeim tólf árum, sem liðin eru síðan þjóðin kaus sé nýja stjórnarskrá, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Alþingi hefur komið sér undan að fara eftir, hefur ríkt slík stórsókn enskrar tungu, að til ófarnaðar horfir.  

Við blasir að staða íslenskrar tungu er orðin verri en hún var gagnvart dönskunni þegar verst lét á 19. ðld.  Verst er að Íslendingar eru í vaxandi mæli orðnir ófærir um að hugsa á íslensku, heldur verða æ meira að leita að íslenskunni í huga sér ef þeir ætla að tala hana. 

"Land, þjóð og tunga; þrenning sönn og ein..." orti Snorri Hjartarson, og á Degi íslenskrar náttúru hlýtur sú þrenning að eiga skýran sameiginlegan sess. 

Uppröðun skáldsins er rökrétt; land - þjóð - tunga. Landið er forsenda þjóðarinnar og þjóðin aftur á móti forsenda fyrir tungunni.   


mbl.is Okkur beri skylda til að varðveita íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband