Ekki í fyrsta skiptið, sem ræstingafólkið kemur fyrst í hug við "hagræðingu."

Fólk í svonefndum háum stððum hefur margt nokkrar milljónir á mánauði í laun. Þykir sjálfsagt, skilst manni. 

Eigendur ýmissa fyrirtækja skipta með sér arði upp á milljarða á ári. Ef einhver hugsun um hagræðingu fer af stað, bregður hins vegar svo einkennilega við, að yfirleitt er það fyrsta, sem mönnum dettur í hug, er að "hagræða" af miklu hugviti með því að reka lægst launaða fólkið, og oft er notuð aðferð, sem færir verkefni þess til verktakafyrirtækja sem eru í ehf umhverfi. 

Síðuhafi þekkir dæmi um slíkt þar sem niðurstaðan varð svo illa unnið starf, að skömm er að. 


mbl.is Sagt upp með allt að 34 ára starfsreynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sinfóníuhljómsveitin er ómissandi kjölfesta í íslensku tónlistarlífi.

Að baki Sinfóníuhljómsveitar Íslands liggur nær aldar gömul baráttusaga frumherja í íslensku tónlistarlífi. Fyrir um 90 árum fluttu nokkrir erlendir tónlistamenn til landsins, sem urðu til gríðarlegs gagns fyrir íslenskt menningarlíf og áhugamenn um tónlist börðust fyrir smíði Austurbæjarbíós eftir stríðið og síðar fyrir smíði Háskólabíós og Hörpunnar, svo að eitthvað sé nefnt. 

Útvarpshljómsveitin, fyrirrennari Sinfóníuhljómsveitarinnar og síðar hljómsveitin sjálf hafa löngum þurft að þola andúð og skilningsleysi á því að hljómsveitin hafi fengið opinbera styrki til að ná þeim gæðum á alþjóðlega vísu, sem loksins náðist í nærri aldar langrri baráttu. 

Hljómsveitin er ómissandi kjölfesta allrar tónlistar í landinu, jafnt klassískrar sem allrar annarrarr og því eru kjarasamningar hafi náðst fyrir hljómsveitina.  


mbl.is Sinfóníuhljómsveitin samdi degi fyrir verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband