Ekki í fyrsta skiptið, sem ræstingafólkið kemur fyrst í hug við "hagræðingu."

Fólk í svonefndum háum stððum hefur margt nokkrar milljónir á mánauði í laun. Þykir sjálfsagt, skilst manni. 

Eigendur ýmissa fyrirtækja skipta með sér arði upp á milljarða á ári. Ef einhver hugsun um hagræðingu fer af stað, bregður hins vegar svo einkennilega við, að yfirleitt er það fyrsta, sem mönnum dettur í hug, er að "hagræða" af miklu hugviti með því að reka lægst launaða fólkið, og oft er notuð aðferð, sem færir verkefni þess til verktakafyrirtækja sem eru í ehf umhverfi. 

Síðuhafi þekkir dæmi um slíkt þar sem niðurstaðan varð svo illa unnið starf, að skömm er að. 


mbl.is Sagt upp með allt að 34 ára starfsreynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir sem telja að á meðan fyrirtæki skili hagnaði þá sé hægt að hækka laun, sleppa hækkunum á vörum og þjónustu og sleppa öllum breytingum. Að fyrirtæki skuli helst rekin sem góðgerðarstofnanir og eigendur að vera ánægðir meðan tapið er ekki meira en svo að fimm ár eða meira séu í gjaldþrot. Og stjórnendur ekkert annað en dýrt óþarfa skraut.

Það er algengt að þegar fyrirtæki stækka að ýmsar deildir innan þess hætta að vera hluti af heildinni en verða fyrirtæki innan fyrirtækisins og tengist kjarnastarfsemi þess ekkert. Þá er oft farið út í það að hætta þeim rekstri og fá utanaðkomandi til að sjá um það sem þar var gert. Eldamennska er til dæmis ekki hlutverk menntastofnana, skúringar hlutverk hjúkrunarfyrirtækja, tölvukerfi ekki hlutverk fjölmiðils, leiga á bílum ekki hlutverk tryggingafélags o.s.frv. Sú hagræðing skilar sér ekki endilega í sparnaði. Stjórnkerfi þar sem verið er að reka í raun mörg ólík fyrirtæki frekar en eitt á ekki eins auðvelt með að veita góða þjónustu.

Vagn (IP-tala skráð) 29.9.2023 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband