4.9.2023 | 23:37
Alhliða innviðasókn mikilvæg í hraðhleðslumálum.
Vaxandi sala á rafbílum má að stóru hluta kenna því, að um næstu áramót á að hækka söluverð þeirra. En jafnvel þótt það dragi eitthvað úr söluhraðanum, er afar mikilvægt að slaka ekkert á endurbótum á margvíslegum atriðum, sem standa þurfi að á hinum ýmsu sviðum rafbílavæðingarinnar.
Þar má nefna afkastameiri hraðhleðslustöðvar og stærri og betri rafhlöður. Í vikunni gerði einn rafbílseigandi nokkuð drjúga tilraun til að prófa kerfið, og kom í ljós að framfarirnar, sem nefndar eru hér, tryggðu svo góða útkomu, að hvergi hljóp snurða á þráðinn.
Þar sem sumartíminn er aðal ferðatíminn skilar það einnig betri útkomu þegar lofthitinn er vikum saman yfir tíu gráðum.
Í vetur verður hitinn hins vegar í kringum frostmark og þá má búast við 10 til 20 ptósent lakari drægni, eða jafnvel enn meira ef það þarf að halda við innihita í bílnum.
Orkan fjölgar hraðhleðslustöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)