Alhliða innviðasókn mikilvæg í hraðhleðslumálum.

Vaxandi sala á rafbílum má að stóru hluta kenna því, að um næstu áramót á að hækka söluverð þeirra. En jafnvel þótt það dragi eitthvað úr söluhraðanum, er afar mikilvægt að slaka ekkert á endurbótum á margvíslegum atriðum, sem standa þurfi að á hinum ýmsu sviðum rafbílavæðingarinnar. 

Þar má nefna afkastameiri hraðhleðslustöðvar og stærri og betri rafhlöður. Í vikunni gerði einn rafbílseigandi nokkuð drjúga tilraun til að prófa kerfið, og kom í ljós að framfarirnar, sem nefndar eru hér, tryggðu svo góða útkomu, að hvergi hljóp snurða á þráðinn. 

Þar sem sumartíminn er aðal ferðatíminn skilar það einnig betri útkomu þegar lofthitinn er vikum saman yfir tíu gráðum. 

Í vetur verður hitinn hins vegar í kringum frostmark og þá má búast við 10 til 20 ptósent lakari drægni, eða jafnvel enn meira ef það þarf að halda við innihita í bílnum.  

 


mbl.is Orkan fjölgar hraðhleðslustöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hætt er við að rafbílar verða ekki hagstæður valkostur eftir gjaldabreytingu næstu áramóta, álagningu vegagjalda og hátt verð á hraðhleðslustöðvum. Í dag kosta 100 kílómetrarnir á minni gerðum rafbíla um 1000 til 1800 með rafmagni úr hraðhleðslustöð.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2023 kl. 01:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rafbílar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmir.
Fyrir venjulegan "beisik" rafbíl fer tvöfaldur gjaldeyrir úr landi miðað við venjulegan, hefðbundinn bíl.

Jafnvel þó þú reiknir með olíuna, þá batnar að dæmi ekki mikið.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2023 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband