Þegar rykið sest: Of neikvæð umræða um sveiflurnar í liði Íslands?

Þegar rykið hefur nú sest eftir hamaganginn á EM sést, að skammirnar sem íslenska liðið fékk eftir stórar sveiflur í leik liðins, voru full harðar þegar litið er á svipaðar sveiflur í leik annarra liða, svo sem úrslitaleikjanna. 

Þar sáust iðulega tíu mínútna langir kaflar þar sem allt gekk upp hjá öðru liðinu og síðan jafnvel kaflar þar á eftir sem þetta snerist algerlega við. 

Flest liðin lentu í því að ganga í gegnum "hrun" leiks síns þar sem ekkert gekk upp og ekkert eða eitt mark var skorað í hálfum hálfleik.   

Þetta bendir til þess að handboltinn sé einfaldlega íþrótt, þar sem sveiflukenndur leikur liggi í eðli leiksins, sem þrunginn geti verið óheppni og heppni á víxl. 

Guðjón Valur Sigurðsson minntist á það, að á glæsiferli hans sjálfs hefði hann tvívegis orðið að bíta´í það súra epli að missa af Ólympíuleikum.

 


mbl.is Frakkland Evrópumeistari eftir magnaðan úrslitaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband