Undarlegur seinagangur.

Þótt nú hafi verið brugðist við hinu undarlega sleifarlagi, sem ríkti í því að kyrrsetja Boeing Max flugvélar Alaska airlines hið snarasta eftir að hluti gólfs hennar féll útbyrðis, er málið enn þannig að varla er hægt að nota annað orð en ófremdarástand ríki í þessu fáheyrða máli.  


mbl.is Leita að hlutanum úr skrokki flugvélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu slysin í sögu áætlunarflugs á þotum urðu út af sprungum við glugga.

Upp úr 1950 fóru fyrstu stóru þoturnar að fljúga í áætlunarflugi og þessar þotur, af De Havilland Comet-gerð skópu Bretum nokkurra ára forskot í þotuflugi og þotusmíði. 

En þegar Comet þotur fórust hver af annarri með því að tætast sundur þegar þær voru að komast í farflugshæ, var framleiðslu þeirra hætt, og í hönd fór tímamótarannsókn á leifum einnar þeirra, sem leysti gátuna:  Gluggarnir voru ferkantaðir og nokkuð stórir. 

Vegna þrýstingsbreytinga þegar vélarnar náðu farflughæð, komst svonefnd málmþreyta að í gluggarömmunum, sem að lokum gáfu sig og sprengdu skrokkinn út frá sér. 

Lausnin fólst í að styrkja gluggana og gera þá minni og ávalari. En þessi slys urðu til þess að Bandaríkjamenn náðu forystunni í smíði farþegaþotna með fyrstu Boeingþotunni, sem enn í dag er með sama þversniði skrokksins og Boeing mjóþoturnar í dag. 

Ef hið furðulega atvik á Boeing Max þotu núna hefur gerst í aðeiðns 16 þúsund feta hæð, má furðu gegna að þotunum sé ekki bannað að fljúga hærra meðan verið er að rannsaka þetta stórfurðulega mál. 


mbl.is Nauðlenti eftir að gat kom á farþegarými vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband