12.3.2024 | 22:55
Athyglisverðir kaflar á finnskum hraðbrautum fyrir hálfri öld.
Í Kalda stríðinu ríkti svonefnd Finnlandisering í utanríkisstefnu, sem fólst í alveg sérstaklega varfærnislegri útfærslu hlutleysisstefnu Finna, sem einkum var stunduð á löngumm valdatíma Uro Kekkonens Finnlandsforseta.
Urðu Finnar að leggja sig fram um að borga Rússum einstaklega háar stríðsskaðabætu og vera afar háðir þeim í verslun og viðskiptum.
Aðeins einu sinni urðu þeir að skipta um einn ráðherra í ríkisstjórn til að hafa Rússana góða.
Á lærdómsríkri ferð á nýjum Volvobílum á vegum félags norrænna bílablaðamanna til norðurhluta Finnlands og þaðan austurhluta Kolaskaga til Murmansk 1978, vakti það athygli okkar, að talsvert var um það að á hraðbrautum voru víða þriggja kílómetra langir 30 metra breiðir og þráðbeinir kaflar.
Stakk það í stúf við þá staðreynd að á þessum árum var meirihluti vegakerfis landsins ófullkomnir malarvegir.
Útskýringin var sú að þessir hraðbrautarkaflar væru í raun dulbúnar flugbrautir sem meðal annars væri hægt að nota í hernaði.
Finnar hafa aldagamla reynslu af erfiðri sambúð við hinn stóra nágranna sinn í austri og ekki hefur sú sambúð orðið auðveldari síðustu ár.
Myndskeið: Umfangsmestu heræfingar frá kalda stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.3.2024 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)