Athyglisverðir kaflar á finnskum hraðbrautum fyrir hálfri öld.

Í Kalda stríðinu ríkti svonefnd Finnlandisering í utanríkisstefnu, sem fólst í alveg sérstaklega varfærnislegri útfærslu hlutleysisstefnu Finna, sem einkum var stunduð á löngumm valdatíma Uro Kekkonens Finnlandsforseta. 

Urðu Finnar að leggja sig fram um að borga Rússum einstaklega háar stríðsskaðabætu og vera afar háðir þeim í verslun og viðskiptum.

Aðeins einu sinni urðu þeir að skipta um einn ráðherra í ríkisstjórn til að hafa Rússana góða. 

Á lærdómsríkri ferð á nýjum Volvobílum á vegum félags norrænna bílablaðamanna til norðurhluta Finnlands og þaðan austurhluta Kolaskaga til Murmansk 1978, vakti það athygli okkar, að talsvert var um það að á hraðbrautum voru víða þriggja kílómetra langir 30 metra breiðir og þráðbeinir kaflar. 

Stakk það í stúf við þá staðreynd að á þessum árum var meirihluti vegakerfis landsins ófullkomnir malarvegir. 

Útskýringin var sú að þessir hraðbrautarkaflar væru í raun dulbúnar flugbrautir sem meðal annars væri hægt að nota í hernaði.  

Finnar hafa aldagamla reynslu af erfiðri sambúð við hinn stóra nágranna sinn í austri og ekki hefur sú sambúð orðið auðveldari síðustu ár. 


mbl.is Myndskeið: Umfangsmestu heræfingar frá kalda stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill stundum gleymast að það voru ekki bara nasistar sem réðust inn í Póland 1939 heldur réðist Sovíetið inn í Póland úr austri á sama tíma og lögðu undir sig pólskt land sem aldrei var skilað og tilheyrir núna Belarus.  Á sama tíma réðist Sovíetið inn í Finnland og lagði undir sig finnskt land sem aldrei hefur verið skilað og var ástæðan fyrir seinna stríði Svétsins og finna á þessum árum.

Svo auðvitað notaði sovietið tækifærið til að leggja undir sig Bessarabiu, nú Moldovu, og Kurileyjar.  Auðvitað var engu þessara landsvæða skilað aftur heldur lagt undir sovíetið.  Svo var auðvitað öll A-Evrópa undir járnhæl sovietsins. Þar fékk engin að anda án samþykkis frá Kreml.

Samt er enn hægt að finna fólk á vesturlöndum sem heldur ekki vatni yfir stjórnkænsku Putins, en eitt er víst að engin af fyrrum ambáttum þeirra hefur minnsta áhuga á að eiga eitthvert samneyti við rússa.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.3.2024 kl. 00:50

2 identicon

Svona "flugbrautir" má líka finna í Svíþjóð.Í túr um Skán fyrir margt löngu benti bílstjórinn á svona kafla og sagði að þá væri að finna víðs vegar um landið.

Jón (IP-tala skráð) 13.3.2024 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband