20.5.2024 | 18:57
Of mikil linkind í kvennaboltanum?
Síendurtekin fólskubrot gegn Svindísi Jane Jónsdóttur vekja spurningar hvort nægilega fast sé tekið á dómgæslunni í þessari íþrótt.
Mðrg dææmi eru um það úr knattspyrnunni að sú harkalega að slasa leikna og fljóta leikmenn er vísvitandi og stundum jafnvel skipulega notuð til þess að brjóta þá niður.
Skrifanda þessarar síðu er enn í minni þegar harðsnúinn þjálfari setti kraftmikinn varnarmann í einu liðinu á Íslandsmótinu í það aðal hlutverk að brjóta svo fautalega á Ellerti Sölvasyni, Lolla í Val, eem var einstaklega leikinn og markheppinn, að hann brotnaði niður sálarlega.
Þjálfarinn, sem var þýskur, reyndist reikna þetta rétt. Allur vindur var úr Lolla eftir þegar ógnvaldurinn átti í hlut.
Sveindís varð aftur fyrir fólskubroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)